The Sound of Music

soundmusic_poster

Ég horfði á þessa dásamlegu söngvamynd um páskana og hef bara ekki verið söm síðan. Lögin úr myndinni eru svo kirfilega límd í heilann á mér að ég vakna með þeim/við þau á morgnanna og sofna raulandi á kvöldin. Svo kann ég auðvitað ekki alla textana og það fer ósegjanlega í taugarnar á mér þegar mig vantar setningu hér og aðra þar. Eins og t.d. hér:

Here you are, standing there, loving me

tra tra tra tra tra tra traaaaa

somewhere in my youth or childhood

I must have done something good 

Það gerist ekki væmnara en samt fer í taugarnar á mér að muna ekki eina textalínuna. Svo vakna ég stundum upp við brúðuleikhúslagið um geiturnar, það er nú aldeilis stuð! Tra lalla la lalla lonely goatheard ...

Ég verð að finna eitthvað annað heilalím fljótlega, annars ... ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

nei nei ekki fara að finna neitt annað þetta er alger dásemd. Missti af þessu um páskana en á hana á disk og skelli honum örugglega í næstu daga :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:18

2 identicon

mamma mín,

það er ekki hægt að vita af þér texta-lausri kona!

Á þessari slóð geturðu fundi alla textana við lögin í Sound of Music ;-)

http://www.lyricsondemand.com/soundtracks/s/thesoundofmusiclyrics/

knús

Hrönn

Dóttirin (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Frábær ábending dóttir kær Nú get ég lært þetta allt utan að - ef mér sýnist. Annast er greinilega gott ráð til að losna við svona lög sem límast við heilann á manni að skrifa um það á blogginu sínu, ég tók eftir því áðan að ég hef bara ekkert raulað í huganum í allan dag. Guð láti gott á vita ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband