Kvedja fra Pollandi

Hallo allir!

Loksins gef eg mer tima til ad setjast nidur og blogga sma. Baedi er brjalad ad gera og eins er netsambandid svo leidinlegt herna ad tad tekur timann sinn.

En allt gengur ad oskum, allir lettast og lettast, enda varla annad haegt, madur faer svo sem  ekkert ad borda. Eg er voda duglegad fara i gonduferdir og leikfimi, svo fer madur i nudd a hverjum degi. Þetta er náttúrlega þvílíkt dekur að það hálfa væri nóg.

OK, ég er að taka eftir því núna að íslenska lyklaborðið hangir inni, það er sko ekki alltaf.

Það eina neikvæða sem hefur hent mig síðan ég fór að heiman er að einhver óprúttinn aðili hefur afritað Visa-kortið mitt og tók út 140 þúsund, bara sísona. En Visa vaktar sína og lét mig vita, kortinu lokað og ég bara skrifa undir eitthvað þegar ég kem heim og þá þarf ég ekki að borga þetta. Sem er eins gott.

Jæja, þá dugar þetta ekki lengur, komin biðröð eftir einu tölvunni á svæðinu.

Bestu kveðjur til allra heima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

En hvað með stólpípuna?????

Ylfa Mist Helgadóttir, 19.5.2008 kl. 18:57

2 identicon

Gott að heyra frá þér mín kæra. Við stelpurnar á neðri hæðinni söknum þín. Sú stutta er alltaf að koma með mér upp og tékka á því hvort að amma sé nú ekki komin heim. Og alltaf þegar við sjáum flugvél þá er hún handviss um það að þú sért nú að koma :)

Ég flutti stelpurnar saman í stóra herbergið um helgina og þær sváfu í fyrsta skipti í kojum í nótt og það gekk stórvel. Ég bjóst við því að það yrði kannski smá vesen á henni Karítas Árný þar sem að hún hefur bara verið í rimlarúmi hingað til, en hún var svona alsæl með nýju kojuna að hún fór bara beint að sofa. Dugleg lítil stelpa.

Linda og stelpurnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:27

3 identicon

Elsku ljúfust mín,

gott að heyra frá þér og vita að allt er í góðu hjá þér...fegin að Visa passar uppá þig og pólverjarnir dekra við þig

Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim, knús og kram frá mér

Halla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband