Frábær Spaugstofa!

Oft hef ég skemmt mér vel yfir Spaugstofunni en sjaldan sem í kvöld. Það er ekki oft sem ég skelli uppúr aftur og aftur þegar ég sit alein yfir sjónvarpinu, en þátturinn í kvöld fannst mér alveg óborganlegur. Gestaleikararnir voru alveg frábærir og bættu vel við hjá þeim Pálma, Karli Ágústi og Erni Árna. Siggi Sigurjóns virðist hafa verið í fríi sem kom sér illa þar sem Ragnars Reykáss-heilkennið var töluvert til umræðu. En Spaugstofumenn komu í kvöld með þá einu skýringu á Kárahnúkavirkjun sem ég er tilbúin að samþykkja. Það bara hlaut að vera einhver húmanískur tilgangur með þessari virkjun. En ég þarf eiginlega að sjá þáttinn aftur - og aftur!

Það hefur verið lítið um að vera á þessu bloggi mínu undanfarið. Það hefur svo sem ýmislegt átt sér stað sem vert hefði verið um að skrifa en ég hef bara einhvern veginn ekki verið í stuði. Ég átti t.d. eins árs bloggafmæli á föstudaginn og hafði af því tilefni ætlað að skrifa langhund en lá þá í pest og gat varla lyft höfði frá kodda.  Er þó öll að skríða saman og hef á dagskránni að koma við hér aftur sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott þú ert komin hér aftur ljúfan mín, vona að þú sért orðin hress? Hlakka til að sjá þig næst, hvenær sem það verður???

Sá ekki Spaugstofuna, finnst þeir reyndar bestir þegar þú ert með beina lýsingu;-)

Knús ljúfust, sakna þín!

Halla (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:19

2 identicon

Gaman að sjá að það er líf á þessari síðu, mín kæra

Siggadís (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband