Brandari dagsins

SÍMTALIÐ

"Halló?"

"Hæ elskan. Þetta er pabbi. Er mamma einhvers staðar nálæg?"

"Hæ pabbi. Nei, hún er uppi í svefnherbergi með Palla frænda."

Eftir smáþögn segir pabbi: "En vinan, við eigum ekki frænda sem heitir Palli."

"Jú víst, og hann er uppi með mömmu nákvæmlega núna."

Stutt þögn.

"Ok, ég þarf að biðja þig að gera svolítið fyrir mig.
Leggðu símann á borðið og hlauptu upp og bankaðu á svefnherbergisdyrnar og hrópaðu til mömmu að pabbabíll sé að keyra inn í innkeyrsluna."

"Allt í lagi, bíddu aðeins."

Stuttu seinna kemur sú litla aftur í símann.

"Búin pabbi."

"Og hvað gerðist elskan?" spurði pabbi.

"Sko, mamma varð skíthrædd og hoppaði alsber uppúr rúminu og hljóp æpandi út um allt þangað til hún rak tánna í mottuna og datt á hausinn á kommóðuna og nú liggur hún bara grafkjurr!"

"Ó almáttugur!!! En hvað með Palla frænda?"

"Hann hoppaði líka skíthræddur og allsber uppúr rúminu og útum gluggann og oní sundlaugina. En hann gat auðvitað ekki vitað að þú tókst allt vatnið úr henni um daginn. Hann liggur alla vega grafkjurr á botninum og ég held að hann sé dauður."

***Löng þögn***


***Lengri þögn***


***Ennþá lengri þögn***


Að endingu segir pabbi, "Sundlaug? Er þetta ekki 557-7537?"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Þessi er frábær...hí hí hí

Þráinn Sigvaldason, 14.2.2008 kl. 13:14

2 identicon

ÁTS ÁTS....haha aumingjans vesalings....þessi var góður sem sagt!! Knús ljúfan mín, sjáumst vonandi þegar fer að vora og maður hættir sér yfir heiðina;-)

Halla (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hahahahaha!! Þeir eru ansi góðir hjá þér Vilborg :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.2.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband