Morð og draugar

Kláraði að lesa Sér grefur gröf í gærkvöldi. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast, en Þóra lögfræðingur, sem er aðalsöguhetjan, á greinilega fyrir höndum langt framhaldslíf. Allt skilið eftir í opið hennar málum. Þegar þessari sögu líkur er hún, eftir að hafa upplýst morðin og draugaganginn, nýorðin amma í fyrsta sinn, tvístígandi yfir sambandi sínu við þýskan elskhuga og veit ekki hvað hún á að gera við jeppa og hjólhýsi sem hún keypti fyrir gróðann af málinu í Þriðja tákninu. Ýmislegt hægt að spinna útfrá þessu og hræra saman við nokkur safarík morð.

Næsta bók á náttboðrinu er Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson. Mér þykir Árni ágætur höfundur, síðast las ég Farþegann eftir Árna og Pál Kristinn Pálsson. Hún var ágæt og með ólíkindum að maður yrði þess ekki var að tveir höfundar skrifuðu textann til skiptis. En ég hlakka til að hitta aftur Einar blaðamann, sem í byrjun bókar hefur verið sendur norður á Akureyri með sitt óbrigðula fréttanef.

Mér finnst einhvern veginn þægilegra að lesa um illvirki í skáldsögum en sannar sögur úr Byrginu, Breiðuvík og Heyrnleysingjaskólanum í nútíð og fortíð. Það er örugglega raunveruleikaflótti - en hvað getur maður svo sem gert annað en að kyngja ælunni og vorkenna fórnarlömbunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband