13 dagar enn

Lauk við Tíma nornarinnar um helgina. Heilt yfir ágæt lesning, þó ekki væri mikið um að vera á löngum köflum. En Árni er fyndinn, svo fyndinn að ég skellti oft uppúr, sérstaklega framan af. Einar blaðamaður er annars voða rólegur svona edrú.

Er langt komin með Stúdíó sex eftir Lizu Marklund, en hún hafði einhverra hluta vegna farið fram hjá mér þegar hún kom út árið 2002. Mér finnst Liza ágætur höfundur og setur reynsla hennar af blaðamennsku sterkan svip á sögurnar hennar. Aðalsöguhetjan í Stúdíói sex er Annika Bengtzon, sem er að hefja feril sinn sem blaðamaður í þessari bók. Á leið heim úr vinnunni, klukkan rúmlega fimm að morgni, gengur hún fram á lík ungrar konu og gengur sagan út á að upplýsa morðið. Bara nokkuð spennandi, en enn sem komið er finnst mér mest forvitnilegt að fá að vita af hverju blaðakonan er alltaf svona slöpp líkamlega.

Í dag eru 13 dagar þangað til ég hætti að reykja. Er búin að vera að telja niður síðan í nóvember. Þetta er orðið lífsspursmál fyrir mig sem hef reykt uppstyttulítið í tæp 40 ár. Ég hugsa mér að halda einhvers konar dagbók yfir reynsluna og deila með ykkur ef mín aðferð skyldi gagnast fleirum. Meira um það síðar.

Og svo mætti alveg fara að hlýna svolítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband