Magnað Stúdíó sex

Var að ljúka við Stúdó sex sem ég byrjaði að skrifa um í síðustu færslu. Mæli hiklaust með henni en til að skemma ekki fyrir þeim sem ekki hafa lesið hana ætla ég ekki að segja hvað var svona magnað. Allt laukst upp fyrir lesandanum á síðustu blaðsíðunum. Og skýringin á líkamlegri vanlíðan söguhetjunnar kom verulega á óvart.

Byrjaði á Ballöðunni um Bubba Mortens eftir Jón Atla Jónasson rétt fyrir svefninn í gærkvöldi. Veit ekki enn hvað mér á að finnast en trúi ekki öðru en að þegar þeir Bubbi og Jón Atli leggja saman verði til einhver galdur.

Og 11 dagar í stóra daginn. Allt gott um það að segja.

Það er loksins farið að hlýna aðeins, mikill munur að koma út í morgun og rekast ekki á frostvegginn sem hefur tekið á móti manni allt of lengi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú nú, við höfum líklega alls ekki sama bókmenntasmekk. Ég gafst upp á Stúdíói sex (er svo sem ekki mikið fyrir spennusögur) en aðallega vegna þess hvað hún var illa þýdd. Það var minnir mig á bls. 91 sem ég henti henni frá mér í fússi þegar ráðherrann hafði keyrt 90 mílur frá París til Stokkhólms. Mér finnst að þýðandi eigi að vita það að sænsk míla er 10 kílómetrar og þýða þá vegalengdina sem 900 kílómetra. Þú mátt alveg segja mér endinn því að ég ætla aldrei að klára hana ...

Berglind Steinsdóttir, 27.2.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Geri það næst þegar við hittumst - ef ég þá man hann enn!!

Vilborg Valgarðsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband