19.2.2007 | 14:39
Vondar konur og 6 dagar í reykleysi
Jæja. Ég lauk við Ballöðuna um Bubba um helgina en vil satt að segja ekki tjá mig mikið um hana. Skil bara alls ekki hvers vegna Jón Atli var að skrifa þetta, svei mér þá.
Svo las ég Næturvaktina eftir japanska höfundinn Natsuo Kirino. Um hana segir á bókarkápu: "Ung kona, sem búsett er í úthverfi Tókíó, slysast til þess að drepa eiginmann sinn í bræðiskasti. Til að losna við líkið leitar hún aðstoðar hjá þremur konum sem starfa með henni á næturvöktum í skyndiréttaverksmiðju. Framundan er ófyrirsjáanleg atburðarás þar sem konurnar leita allra leiða til að koma sér hjá refsingu." Þessi saga er nokkuð spennandi og "öðruvísi", henni svipar til Snáka og eyrnalokka eftir Hitomi Kanehara að því leiti að grimmdin er altumlykjandi og vonleysi persónanna næstum því áþreyfanlegt.
Það er annars skrítið að í öllum skáldsögum sem ég hef lesið og eiga að gerast bæði í Japan og Kína þá eru alltaf til staðar einhverjar kvenpersónur svo gegnum vondar og heimskar, venjulega feitar og subbulegar með rifur fyrir augu, að ekki er vært í nálægð þeirra. Ég þakka guði fyrir að slíkar konur finnast ekki hér á landi.
Var að byrja á Fenrisúlfi eftir Bjarna Klemenz. Það eru engar upplýsingar um höfundinn á bókarkápu en ég held að þetta sé hans fyrsta bók. Ég er ekkert viss um að ég klári hana, mér líst þannig á byrjunina að hún sé skrifuð fyrir lesendur um tvítugt sem halda sig mest á börunum í 101.
í dag eru 6 dagar þangað til ég hætti að reykja. Ég er búin að skrá mig á viku námskeið hjá Nátturulækningastofnuninni í Hveragerði. Ég er búin að ætla að hætta lengi en ekkert orðið af því svo ég sá mér þann kost vænstan að fara að heiman gagngert í þessum tilgangi. En þar sem ég hef haldið mér svo lengi í sígarettuna þá þori ég ekki alveg að hugsa hvernig lífið verður án hennar. Þess vegna ákvað ég að fara að ráði heimilslæknisins míns og taka lyf sem heitir Zyban og hefur reynst mörgum gott hjálpartæki. Lyfið var víst upphaflega framleitt sem þunglyndislyf en virkaði ekki sem slíkt en þeim sem tóku það hætti alveg óvart að langa í tóbak. Mælt er með að maður taki lyfið í 10 daga áður en maður hættir alveg. Vona að þetta virki á mig.
Svo las ég Næturvaktina eftir japanska höfundinn Natsuo Kirino. Um hana segir á bókarkápu: "Ung kona, sem búsett er í úthverfi Tókíó, slysast til þess að drepa eiginmann sinn í bræðiskasti. Til að losna við líkið leitar hún aðstoðar hjá þremur konum sem starfa með henni á næturvöktum í skyndiréttaverksmiðju. Framundan er ófyrirsjáanleg atburðarás þar sem konurnar leita allra leiða til að koma sér hjá refsingu." Þessi saga er nokkuð spennandi og "öðruvísi", henni svipar til Snáka og eyrnalokka eftir Hitomi Kanehara að því leiti að grimmdin er altumlykjandi og vonleysi persónanna næstum því áþreyfanlegt.
Það er annars skrítið að í öllum skáldsögum sem ég hef lesið og eiga að gerast bæði í Japan og Kína þá eru alltaf til staðar einhverjar kvenpersónur svo gegnum vondar og heimskar, venjulega feitar og subbulegar með rifur fyrir augu, að ekki er vært í nálægð þeirra. Ég þakka guði fyrir að slíkar konur finnast ekki hér á landi.
Var að byrja á Fenrisúlfi eftir Bjarna Klemenz. Það eru engar upplýsingar um höfundinn á bókarkápu en ég held að þetta sé hans fyrsta bók. Ég er ekkert viss um að ég klári hana, mér líst þannig á byrjunina að hún sé skrifuð fyrir lesendur um tvítugt sem halda sig mest á börunum í 101.
í dag eru 6 dagar þangað til ég hætti að reykja. Ég er búin að skrá mig á viku námskeið hjá Nátturulækningastofnuninni í Hveragerði. Ég er búin að ætla að hætta lengi en ekkert orðið af því svo ég sá mér þann kost vænstan að fara að heiman gagngert í þessum tilgangi. En þar sem ég hef haldið mér svo lengi í sígarettuna þá þori ég ekki alveg að hugsa hvernig lífið verður án hennar. Þess vegna ákvað ég að fara að ráði heimilslæknisins míns og taka lyf sem heitir Zyban og hefur reynst mörgum gott hjálpartæki. Lyfið var víst upphaflega framleitt sem þunglyndislyf en virkaði ekki sem slíkt en þeim sem tóku það hætti alveg óvart að langa í tóbak. Mælt er með að maður taki lyfið í 10 daga áður en maður hættir alveg. Vona að þetta virki á mig.
Athugasemdir
Og varstu að lesa um vondar konu á Konudaginn..ja hérna...En gangi þér vel eftir Sex....daga.
Júlíus Garðar Júlíusson, 19.2.2007 kl. 14:44
En skemmtilegt, þá munum við eiga sama reyklausan afmælisdag. Ég verð einmitt búinn að vera laus við reykinn í eitt ár næstu mánaðarmót.
Guðmundur L Þorvaldsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:33
Hæ Vibba - gaman að sjá þig hér - bæti þér í blogghringinn minn - ég er bókarfíkill líka!
Kv. Ninna
Gilittrutt krullupinni.bloggar.is (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:26
Hæ frú
Gangi þér vel að verða reyklaus!
Gerður (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.