Kvíði - 3 dagar til stefnu

Ég lauk við Fenrisúlfunn hans Bjarna Klemenzar í gærkvöldi, öfugt við það sem ég hélt í næst-síðustu færslu að ég myndi gera. Bjarni er ágætur penni en viðfangsefnið er mér að mestu óskiljanlegt. Sagan sem sögð er virðist aðallega gerast í höfði dópistanna sem eru í aðalhlutverkunum og líkist því mest vísindaskáldsögu, en það eru bókmenntir sem ég hef ekki lesið mér til ánægju hingað til. En hún hélt mér samt alla leið til enda og það segir eitthvað.

Byrjaði svo á kilju eftir Nick McDonell sem heitir The Third Brother. Höfundur er ungur New York-búi (fæddur 1984). Hann gaf út sína fyrstu bók, Twelve, árið 2002 og er þetta þá afurð hans nr. 2. Hann fær góða dóma á ýmsum vefsíðum og verður gaman að vita hvort hann stendur undir þeim.

Nú er reykstopp-dagurinn farin að nálgast ískyggilega, bara 3 dagar eftir í kófinu. Hjúkrunarfræðingurinn í Hveragerði hringdi í mig í gær og spurði hvort ég væri ekki örugglega ákveðin í að koma. Ég sagði það vera. Þá spurði hún hvernig það leggðist í mig að vera að fara að hætta. Mér til mikillar undrunar stóð svarið lengi í mér. En á endanum svaraði ég að ég bara vissi það ekki. Ég sem er búin að vera harðákveðin í þessu síðan í nóvember! En auðvitað ætla ég enn að hætta, það er bara ekki hægt að neita því að það fylgir því viss kvíði – ég veit svo sem ekki við hvað. Auðvitað ætti ég að hlakka til að losna við þennan djöful sem ég hef dregið allt of lengi og ég geri það líka. Og auðvitað ætti ég að hlakka til að eiga alla peningana sjálf sem ég hef borgað fyrir óþverrann og ég geri það líka. En samt ...?

Ég bara veit það ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna ljúfan mín, þú bloggar bara og bloggar og ég vissi ekkert!!! En nú ferð þú á bloggrúntinn minn og ég hlakka til að lesa;-) Nota svo bloggið þitt til að vita hvað ég á að taka næst á bókasafninu! Mikið er ég stolt af þér og reykleysisáætlunum þínum, þú skalt bara byrja á því að njóta þess að fá smá afslöppun í Hveragerði og drekka svo bara nóg af vatni... Knús og mange mange kyss og takk fyrir kveðjuna í einu blogginu!

Halla (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Takk Halla mín. Svo það er vatnið sem er aðalmálið?

Vilborg Valgarðsdóttir, 22.2.2007 kl. 15:49

3 identicon

Gangi þér vel að verða reyklaus!  

Gerður (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband