23.2.2007 | 13:40
Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði!
Ég gerði áðan svolítið sem ég hef aldrei gert áður. Ég reiknaði út hvað ég er búin að eyða miklum peningum í sígarettur á þessum 39 árum sem ég hef reykt. Ég gef mér að pakkinn hafi alltaf kostað það sem hann kostar í dag, því verðið hefur trúlega verið svipað hlutfall af launum allan tímann. Ég gef mér líka að ég hafi reykt einn pakka á dag fyrstu 20 árin og tvo pakka í seinni hálfleik eða 19 ár.
Og hvað haldið þið? Útkoman er 12,7 milljónir, hvorki meira né minna!!!
Ég er ekki að grínast.
365x600x20=4.380.000
365x1.200x19=8.322.000
Samtals 12.702.000
Ef þetta er ekki ástæða ein og sér til að hætta NÚNA þá veit ég ekki hvað.
Og hvað haldið þið? Útkoman er 12,7 milljónir, hvorki meira né minna!!!
Ég er ekki að grínast.
365x600x20=4.380.000
365x1.200x19=8.322.000
Samtals 12.702.000
Ef þetta er ekki ástæða ein og sér til að hætta NÚNA þá veit ég ekki hvað.
Athugasemdir
Gleymdu svo ekki vöxtunum.....þú verður rík gömul kelling í Dubai eftir 39 ár...
Júlíus Garðar Júlíusson, 23.2.2007 kl. 13:57
Ég GÆTI mögulega lifað í 39 ár til viðbótar EF mér gengur vel í Hveragerði
Vilborg Valgarðsdóttir, 23.2.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.