24.2.2007 | 23:29
Svanasöngurinn
Jæja, þá er síðasti heili reykingadagurinn á enda og á morgun er það Hveragerði með afeitrun og grænmetisfæði. Ég hef grínast með að ég komi til baka reyklaus en með kálhaus :o)
Þá kveð ég púkaskrattann sem hefur sagt mér fyrir verkum meirihlutann af lífi mínu. Púkann sem vekur mig á nóttunni og segir: Fáðu þér að reykja NÚNA, púkann sem hefur aldrei gefið nema svona klukkutíma grið án þess að suða, púkadjöfulinn sem hefur sagt mér að það sé allt í þessu fína svo lengi sem ég hlýði.
Ég ætla ekki að hlýða lengur. Þegar hann fer að suða þá verð ég heyrnarlaus.
Það er ég viss um.
Held ég örugglega.
Til hamingju með frumsýninguna elsku Halla mín.
Athugasemdir
Gangi þér virkilega vel! Þú átt eftir að njóta lífsins þega púkinn hættir að suða.
Ágúst H Bjarnason, 24.2.2007 kl. 23:42
Takk fyrir stuðninginn Ágúst, ég ætla að ganga að þessu verkefni með allri þeirri auðmýkt sem ég á. Ég er farin að skilja að það dugar ekkert annað.
Vilborg Valgarðsdóttir, 25.2.2007 kl. 00:07
Verður gaman að heyra hvernig þetta gengur, þyrfti að gera þetta líka.
Pétur Þór Jónsson, 25.2.2007 kl. 00:19
Ég vona að ég nái að tengja gömlu tölvudrusluna mína í musteri hreinleikans. Annrs, adios þangað til mánudaginn 5 . mars.
Vilborg Valgarðsdóttir, 25.2.2007 kl. 02:17
Guðmundur, það er auðvitað bara málið að hætta að hlusta á púkana - held ég, þetta er lævís djöfull.
Læt vita hvernig gengur!
Vilborg Valgarðsdóttir, 25.2.2007 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.