25.2.2007 | 02:38
Jæja
Þá er kvöldið liðið og brautin er bein!
Ekkert nema frágangur eftir.
Ég vakna í síðasta sinn á morgun þannig að ég sæki Moggann og les hann í rúminu og reyki hverja sígarettuna á fætur annarri á meðan.
Svo pakka ég og keyri til Hveragerðis - og ekkert verður eins, aldrei.
Guð láti gott á vita.
Athugasemdir
Mig dreymdi í nótt að þú myndir deyja, daginn sem þú hættir að reykja...
Þýðir það ekki á draumamáli að þú hefjir nýtt og betra líf?
Ég spái því allavega að þér eigi eftir að ganga glimrandi vel!
Gerður (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 12:21
Það stendur algjörlega uppúr að það er gott að hætta að reykja. En fyrir því þarf einungis eina forsendu: Manni þarf að langa meira til að reykja EKKI en mann langar til að reykja.
Ég reykti í 10 ár, mjög samviskusamlega og barðist allan þann tíma fyrir réttindum reykingamanna af miklum krafti. Stóð jafnvel upp á fundum og hélt þrumuræður. Svo hætti ég að reykja í bílnum, svo hætti ég að reykja á heimili mínu, svo var bannað að reykja inni í vinnunni og var á endanum orðinn útireykingarmaður. Einn daginn fékk ég hálsbólgu og varð ógeðslega veik í marga daga og gat ekki reykt í tvo daga. Ákvað að prófa einn reyklausan dag í viðbót og opna ekki pakkann sem ég átti. Hann átti ég svo lengi óopnaðann og henti honum loks í ruslið.
Í dag fitja ég upp á nefið þegar ég finn reykingarlykt, er orðin ein af þeim. Til hamingju með að hafa tekið ákvörðun um að verða ein af okkur, nú kemur í ljós hvort þig langar meira :o) 1000 hilsur frá Habbý
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.