26.2.2007 | 16:29
Nýtt líf, dagur 1
Þá er fyrsti reyklausi sólarhringurinn liðinn og ég er bara hress. Það er góður 9 manna hópur, flestir á miðjum aldri, sem ætlar í sameiningu að hætta að reykja. Mjög er misjafnt hvað fólk hefur reykt mikið, mér finnst t.d. hálfgert svindl að fólk sem reykir bara 5-10 sígarettur á dag þurfi í svona meðferð. Ég kalla það varla reykingar.
Hér er gott að vera og allt til alls ef horft er til heilsu og hreyfingar. Ég hjólaði t.d. 3 km. áðan og er örugglega búin að ganga 10 km. Hér eru endalausir gangar og erfitt að rata til að byrja með. Í gærkvöldi gekk ég sama hringinn aftur og aftur og fann ekki leiðina inn á herbergið mitt. Svo er planið að fara í sundi í kvöld, heitan pott, blauta gufu, víxlbað og guð má vita hvað þetta heitir allt saman.
Og leikfimi kl. 8.10 í fyrramálið!
Kærar kveðjur til ykkar allra þangað til næst.
Athugasemdir
Frábært! Gangi þér sem allra best! Ein sem er búin að vera hætt í 3 vikur
Kolgrima, 26.2.2007 kl. 16:51
Frábært, dugleg stelpa!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 18:23
Gangi þér vel Vilborg og njóttu þess að fara í leirböð og borða hollustu á meðan þú afeitrar þig, mér skilst að það sé hægt að hafa það virkilega notalegt þarna í hveragerði.
Nanna
Nanna (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:40
Elsku ljúfust mín, þú ert algjör töffari að bera þig svona vel eftir fyrsta daginn;-) Líklega ertu í leikfimi núna og ég segi bara áfram stelpa! Þú spurðir hvort vatn væri málið, já fyrir mig var það þí it,- það hreinsar eitrið út og gerir óþolið minna. Svo er ágætt að kjamsa á sellerí, gulrót eða gúrku, það er svo skrambi hollt! Hugsa til þín og krossa putta í baráttunni! Knús og kram uppá færeysku
Halla (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 08:40
Gott að heyra að það gangi svona vel hjá þér elsku Vilborg mín :) Við stelpurnar hugsum til þín og finnst furðulegt að þú sért ekki heima, eins og alltaf þegar þú ferð eitthvað. Karítas litla leitaði mikið að þér í gær þegar ég fór upp að ná í póstinn okkar. Labbaði útum allt og sagði "amma amma". Okkur hlakkar til að fá þig heim í kotið til okkar aftur.
-Linda-
Linda (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:11
Baráttukbveðjur - Þú rúllar þessu upp
Júlíus Garðar Júlíusson, 27.2.2007 kl. 09:31
Takk innilega fyrir allan stuðninginn og blíðar heilsanir til ykkar allra.
Hér er svo brjálað að gera að ég má ekki vera að meiru í bili. En allt er í góðu, só far!
Vilborg Valgarðsdóttir, 27.2.2007 kl. 14:57
Hey!! Vó!! Bíddu bíddu! Vilborg er með blogg! OG VILBORG ER HÆTT AÐ REYKJA???
Hvað er að vera um allt það sem þekkti ég áður? Það er enginn stöðugleiki í neinu lengur.... Búhúhúhú...
Tíhí.... fínt hjá þér. Kem kannski bara líka í Hveró.
Ylfa
Ylfa (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:00
Gangi þér vel að snúa upp á vanann-Habbý
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.