Nýtt líf, dagur 3

Ég vil byrja á að þakka öllum sem hafa sent mér hvatningaróskir, bæði hér á síðunni og eins í SMS. Það er dásamlegt að vita að svona mörgum er ekki sama. 

En annars er það af mér að segja, nú á þriðja degi afeitrunar, að ég er bara hress og líður nokkuð vel. Það er ótrúlegur stuðningur að hætta þessu svona í hópi með fullt af ráðgjöfum og sérfræðingum í öllu mögulegu sem stappa í mann stálinu. Þetta fólk veit af hverju manni líður svona en ekki hinsegin og á fullt af góðum ráðum. Og ekki skemmir fyrir að geta farið í sund, heita potta, leirböð, leikfimi og svo í tækjasalinn. Og út að ganga, það er voða gott.

Annars er ég núna að bíða eftir að þvottavélin klári að þvo bókstaflega öll fötin sem ég kom með  hingað, þvílík og önnur eins reykingalykt! Ojbara og sveiattan! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Go, go... frábært hjá þér Vibba mín. Þetta verður pís of keik hjá þér.

Lárus Vilhjálmsson, 1.3.2007 kl. 11:43

2 identicon

Það er ekki laust við að ég vildi vera með þér þarna í leirböðunum og kálinu - er nefnilega á leiðinni út fyrir húsvegg í nokkuð augljósum erindagjörðum og það er 12 stiga frost!!  Gangi þér rosalega vel - þú átt eftir að fara létt með þetta.

embla (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband