4.3.2007 | 20:44
Bóklestur fyrir bí?
Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að hér hefur ekki verið fjallað um eina einustu bók í langan tíma. Síðast var ég að byrja á The Third Brother, ég er enn að lesa hana. Lagði hana reyndar frá mér á hælinu, þar sem letrið er svo smátt og lýsingin í herberginu mínu var svo dauf. Byrjaði þá á Paradís eftir Lizu Marklund. Er svona hálfnuð með hana. Hún er beint framhald af Stúdíói sex en svo sem ekkert spennandi enn sem komið er.
Ég fór með fullan poka af bókum á hælið, hélt ég myndi lesa og lesa. En raunin varð sú sem að ofan er lýst. Kannski gekk lestrar-áhuginn fyrir nikótíni öll þessi ár?
Borðaði kjöt í kvöld í fyrsta skipti í heila viku. Hafði það kjúkling til að ofbjóða ekki meltingarfærunum eftir baunir og grænmeti liðinnar viku. Matur bragðast öðruvísi núna, það finnst mér spennandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.