Þögnin rofin

Ég hef verið ákaflega andlaus og frekar syfjuð síðustu daga og ekki fundið hjá mér þörf fyrir að setja neitt hér inn. En það náttúrlega gengur ekki lengur.

Ég er búin að lesa bæði The Third Brother og Paradís en var af hvorugri hrifin. Paradís stendur Stúdíói sex langt að baki að mínu mati og Þriðji bróðirinn finnst mér vera einhvers konar stílæfing sem gæti mögulega orðið að einhverju einhvern tímann seinna.

Byrjaði á Sendiherranum eftir Braga Ólafsson í gærkvöldi. Hann skrifar skemmtilega og ég er spennt fyrir sögunni. Hún byrjar á því að ljóðskáld á miðjum aldri kaupir sér léttfóðraðan rykfrakka fyrir 13 fimmþúsundkalla í herrafataverslun í Bankastrætinu og fer svo í heimsókn til pabba síns sem býr einn á Skólavörðustígnum. Á leiðinni bæði rignir og snjóar á nýja frakkann en ljóðskáldið hefur klætt sig í frakkann í búðinni og sett úlpuna sína í plastpoka. Heima hjá pabba kemur upp úr dúrnum að ljóðskáldið, sem er á leið til Litháen á skáldastefnu, hefur ákveðið að hætta að vera ljóðskáld en skrifa í staðinn prósa. Spennandi, ekki satt?

Ég fékk mér stutta heilsubótargöngu í hádeginu og svei mér þá ef það er ekki vor í lofti!

Góða helgi, þið sem rekist hér inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gaman að lesa blogg um bækur. Þriðji tvíburinn eftir Ken Follett?

Sendiherrann bíður mín hér ólesinn, er með óskaplega skemmtilega kilju núna, spennusögu í kiljuformi frá Bjarti. Líst vel á hana ... meira á síðunni minni síðar. Eigðu frábæra helgi

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hæ Gurrí, ég hef ekkert kíkt á bloggið síðan á föstudag. En bókin sem ég var að tala um er eftir Nick McDonell og heitir The Third Brother. Ég veit ekki hvort hún hefur verið þýdd á íslensku. Nú ætla ég að fara á þína síðu og sjá hvað þú hefur kokkað upp um helgina. Alltaf jafn gaman að lesa það sem þú skrifar

Vilborg Valgarðsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:26

3 identicon

Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn. Stendur þig svona líka vel. Var að lesa vikuskammt af blogginu þínu. Er farin að takmarka mig við einn dag í viku í blogglestur. Veitir ekki af. Og þá er nú gott að nota mánudagana :)

Ylfa (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband