Fækkar í hópnum

Ég var að koma af vikulegum fundi okkar í reyklausa hópnum. Við vorum 9 saman í prógramminu í Hveragerði en bara 6 sem ákváðum að hittast vikulega og brýna hvert annað til dáða. Í kvöld var annar fundurinn okkar og nú vorum við bara 5. Ein hafði fallið á föstudaginn og var ekki búin að vinna upp kjark til að drepa í aftur. Mér finnst það svolítið sorglegt því það sýnir hvað þetta er í raun viðkvæmt ástand þessar fyrstu vikur. En við hin vorum fjallhress og engan bilbug á okkur að finna þrátt fyrir ýmsa líkamlega kvilla sem stafa af nikótínskorti, s.s. munnangur, höfuðverkur, kvefeinkenni, magaverkur, harðlífi o.s.frv. Það er eins og líkaminn segi við mann að ef maður skaffar ekki nikótínskammtinn sem hann var vanur að fá þá skuli bresta á með öllum mögulegum óþægindum. Greyið kann ekki enn að lifa án eitursins sem orðið var svo ómissandi fyrir alla starfsemina og stendur bara í hótunum. En nú er bara ekki hlustað á eiturpúkann lengur, sorrý Stína.

Verst að ég missti af nýja evrovision-myndbandinu með Eiríki Haukssyni sem fumsýnt var í Kastljósinu í kvöld. Það á víst að höfða mjög til kvenna W00t. En það verður örugglega ekki langt að bíða endursýningar ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við hljótum að geta séð það á Netinu, ruv.is! Horft á Kastljós þar. Best að tékka. Skoðanir eru greinilega mjög misjafnar miðað við bloggheim!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Kastljós er líka endurflutt á eftir. Ég er svo lélega græjuð hér heima að ég held ég bíði bara róleg. Þarf að kíkja á bloggheiminn ;o)

Vilborg Valgarðsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband