Geđvonska

Ég hef veriđ óvenju geđvond upp á síđkastiđ og látiđ flest fara í mínar fínt fřlende nikótínlausu taugar. Dćmi: veđriđ, flest fólk sem ég hitti, öll fötin mín, ađ ţurfa alltaf ađ vera ađ borđa eitthvađ og síđast en ekki síst, ég sjálf. Ţetta er óskemmtilegur fjandi og gengur vonandi yfir fljótlega.

Ég hef haft mikiđ ađ gera og lítiđ mátt vera ađ ţví ađ lesa, en Sendiherrann hans Braga Ólafssonar er ţó ljós í geđvonsku-myrkrinu. Hann skrifar aldeilis stórskemmtilega um fjandann ekki neitt, ég er komin vel aftur fyrir hálfa bók og enn leikur frakkinn stórt hlutverk (sjá nćst síđustu fćrslu). Honum er stoliđ á veitingahúsi en skáldiđ gerir sér ţá lítiđ fyrir og stelur öđrum jafn flottum frakka á öđru veitingahúsi. Nú er skáldiđ sem sagt komiđ til Litháen ţar sem flest fer úrskeiđis sem úrskeiđis getur fariđ.

Ţađ gefur sögunni aukiđ gildi fyrir mig ađ ég bjó á sama hóteli og skáldiđ er látiđ búa á ţegar ég var í Viliníus seint á síđasta ári. Bragi lýsir herbergjum hótelsins, ţjónustu, kaffiteríu og umhverfi ţannig ađ ég anda ofaní hálsmáliđ á  skáldinu ţegar hann situr kyrr en fylgi honum hvert fótmál á rápi hans um kunnuglega borgina. Ég fć mér í huganum bjór og skot (ekki ţó sígarettu, međvituđ ákvörđun ;-) međ honum á börunum en verđ ađ ímynda mér hvernig kirsuberjaskotin sem hann virđist svo hrifinn af bragđast, ţví mér láđist ađ smakka svoleiđis ţegar ég var ţarna. Hann er aftur á móti ekki farinn ađ fá sér neitt Starka (ţjóđardrykkur Litháa, minnir dálítiđ á bensín), en sá drykkur var í bođi hjá gestgjöfum mínum frá ţví snemma á morgnana og ţar til á háttatíma á kvöldin. Reynsla mín og fleiri Íslendinga mér nákomnum af ţeim drykk er reyndar efni í góđa sögu sem kannski verđur sögđ síđar. Eđa ekki ...

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband