20.3.2007 | 10:43
Nú veit ég hvernig Stekkjastaur líður
Hef ekki getað bloggað síðan á laugardag vegna harðsperra í kálfunum. Nei, djók, auðvitað blogga ég ekki með tánum! En harðsperrur í kálfum eftir stigahlaupin á laugardaginn eru ekkert djók skal ég segja ykkur. Á sunnudagsmorguninn þegar ég vaknaði og ætlaði að standa upp tók svo í kálfana að ég hrundi afturábak í rúmið og varð að byrja aftur, mjög varlega. Þegar ég var loksins staðin upp og reyndi að ganga af stað var ég eins og gamalmenni. Eða kannski eins og vesalings Stekkjastaur sem hafði staurfætur og átti erfitt með smáviðvik svo sem eins og að sjúga ær, ekki að ég hafi endilega ætlað að leika það eftir ...
Í gær átti ég erfitt með að ganga niður stiga en í dag er allt gott og hægt að fara aftur í pínerí þess vegna.
Í gær átti ég erfitt með að ganga niður stiga en í dag er allt gott og hægt að fara aftur í pínerí þess vegna.
Athugasemdir
Samúð, samúð!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 11:16
Híhí, það var nú pínulítið skondið að sjá göngulagið hjá þér á sunnudaginn sko ;)
Linda (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:08
Júlíus Garðar Júlíusson, 22.3.2007 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.