30.3.2007 | 22:09
Úrslitin að ráðast í x-faktor
Ég hef fylgst með keppninni af og til í vetur. Nú er komið að næst-síðustu kosningunni og ég ætla að leyfa mér að spá því að Guðbjörg fari heim í þetta sinn.
Ég ætla líka að leyfa mér að spá fyrir um úrslitin að viku liðinni, að það verði Jogvan sem vinnur - ekki spurning í mínum huga.
Guðbjörg er löngu búin að sýna að hún á framtíðina fyrir sér sem sömgkona - þegar hún verður stór.
Hara eru ekki voðalega góðar söngkonur en sviðsframkoman alveg frábær.
Færeyingurinn hefur allt sem þarf, fyrir utan að það er hefð fyrir því að strákarnir vinna svona keppnir. Ég held að það sé vegna þess að stelpur eru meirihluti kjósenda og þær eru gjöfulli á atkvæðin til stráka en stelpna. Þetta er bara svona. Gaman væri að einhver sálfræðingurinn útskýrði hvers vegna.
En nú stendur yfir endurflutningur frá keppni kvöldsins og ég ætla að vista þetta áður en úrslitin verða ljós svo eitthvað sé að marka þessa spá mína.
Athugasemdir
Fyrir utan það hvað Jogvan er ótrúlega sætur strákur ;)
Ég held líka að hann vinni, og ég held líka að það hafi verið ákveðið fyrir löngu síðan.
Linda (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.