Miður mín, einu sinni enn!

Fjórða hvert ár á þessum árstíma er ég alveg miður mín. Ég get aldrei ákveðið hvað ég á að kjósa og árið í ár er engin undantekning. Mér hugnast svo illa hvernig pólitíkin er praktíseruð af frambjóðendum, það er alltaf sama sagan. Þeir upphefja sjálfa sig á kostnað hinna - allir sem einn. Sumir eru verri en aðrir eins og gengur en þarf þetta endilega að vera svona? Af hverju er aldrei hægt að hæla neinum eða a.m.k. láta vera að kasta skít þó tilefni gefist? Hvernig er hægt að kjósa fólk til æðstu embætta sem hagar sér eins og illa siðaðir leikskólakrakkar?

Og þetta er ekkert betra þegar kosningum er lokið og þingmenn komnir í vinnuna. Af hverju þarf það að vera lögmál að öll mál sem stjórnarandstaðan ber fram eru kæfð í fæðingu, jafnvel þótt hvert mannsbarn sjái að um þjóðþrifamál sé að ræða? Af hverju er það ekki skylda þessa fólks að vinna saman að góðum verkum, sama hver á hugmyndina? Ég skil ekki hvers vegna þetta hefur orðið svona.

Ég þori ekki að kjósa neinn, ég þori heldur ekki að sleppa því að kjósa. Hvað gera menn þá? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það er trú mín og sannfæring að þú breytir ekki samfélaginu með því að kjósa eitthvað -- heldur með því að breyta sjálfri þér, - það er það sem breytir.

Vilborg Eggertsdóttir, 2.5.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú notar útilokunaraðferðina eða velur fallegasta listabókstafinn ...

Berglind Steinsdóttir, 2.5.2007 kl. 20:15

3 identicon

Útilokunaraðferðin er fín... ég get ekki hugsað mér að kjósa þennan flokk og heldur ekki hinn og svo verður bara einn eftir sem er hugsanlega skárri en allir hinir... taktu eina eða tvær æfingar og þú verður klár á kjördag

Gilbaugur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:44

4 identicon

Útilokunaraðferðin er fín... ég get ekki hugsað mér að kjósa þennan flokk og heldur ekki hinn og svo verður bara einn eftir sem er hugsanlega skárri en allir hinir... taktu eina eða tvær æfingar og þú verður klár á kjördag

Gilbaugur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:56

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Svo má alltaf kjósa þann vinsæla flokk "Auðir & ógildir". Það er nokkuð fjölmennur flokkur, sumir mæta á kjörstað til að kjósa þá. Aðrir láta sér nægja að vera heima, en þeir eru líka að kjósa "Auða & ógilda"! Hvað ætli "Auðir & ógildir" kæmu mörgum mönnum á þing ef þeir biðu raunverulegan lista fram? Væri til í að vera á þeim lista með þér Vilborg mín :)

Viðar Eggertsson, 3.5.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband