7.5.2007 | 12:32
Hvað á að kjósa?
Fann skemmtilegt próf á blogginu hennar Gurríar, ættað frá Háskólanum í Bifröst. Það er alveg skýrt að ég þarf ekki að velta fyrir mér lengur hverja ég á að kjósa en útkoman var svona þegar ég tók prófið:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 19%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Prófið er hér, prufið sjálf.
Athugasemdir
Við erum sammála um að það er kominn tími til að koma sitjandi ríkisstjórn frá og prufa eitthvað annað. Á sumum sviðum a.m.k. er beinlínis hættulegt að sömu stefnu verði fylgt áfram.
Vilborg Valgarðsdóttir, 7.5.2007 kl. 22:39
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 19%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Svona kom ég nú út og held að þetta geti ekki verið réttara;-) Var amk. glöð að sjá hve lítið ég hallast að sjöllum,- tilfinning mín og undirliggjandi skoðanir virðast því fara saman! Knús ljúfan mín
Halla (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:48
56% Vinstri Grænir hér, ekki að það komi mér nokkuð á óvart :)
Linda (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 13:46
Þegar ég prófaði að vera mjög sammála öllum spurningum fékk ég S, mjög ósammála öllum fékk ég V, hlutlaus í öllum aftur S. Prófið er mjög gallað og þjónar bara þeim tilgangi að skemmta, hmmm.
Berglind Steinsdóttir, 9.5.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.