Orðheppnir menn heilla mig

Ég var að lesa grein í Fréttablaðinu frá því í dag eftir Þorvald Gylfason sem hann nefnir Áttatíu ár: Ekki nóg? Þar rekur hann stjórnarsetu núverandi stjórnarflokka sem hann segir hafa setið í ríkisstjórnum ýmist á víxl eða báðir í einu í 80 ár samfleytt ef utanþingsstjórn 1942-44 og tvær skammlífar minnihlutastjórnir eru undanskildar. Þorvaldur rekur sig að þeirri niðurstöðu að ójöfnuður hafi aukist til muna á síðasta kjörtímabili en í stað þess að lofa bót og betrun bregði frambjóðendur stjórnarflokkana á það ráð að reyna að þræta og ljúga sig út úr vandanum.

Og í lokin segir Þorvaldur: Fólkið í landinu sér í gegn um lygavefinn. Frambjóðendur stjórnarflokkanna héldu líklega, að lygin gæti hlaupið hringinn í kringum landið áður en sannleikanum tækist að reima á sig skóna. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Það er góðs viti.

Flott orðað finnst ykkur ekki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband