Æi, en leiðinlegt!

Við verðum EKKI með í Evróvision á laugardaginn þrátt fyrir að margir, og þar á meðal ég, spáðu Eiríki góðu gengi í undanúrslitunum í kvöld. Hann stóð sig vel að mínu mati og okkar lag var mörgum sinnum betra en mörg af þessum lögum sem fara í úrslitakeppnina. Sum eru bara hreinlega hundleiðinleg og asnaleg Shocking

Já, ég er frekar fúl ... nú verður ekkert gaman á laugardagskvöldið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Austantjalds-mafían er búin að skemma fyrir mér laugardagskvöldið!!! Ég segi nú bara ...það er eins gott að kosningarnar fari vel...annars er ég fluttur úr landi!!!

Þráinn (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Það verður sennilega annað hvort okkar í vondu skapi aðfaranótt sunnudagsins. Annars er formaðurinn þinn voða traustvekjandi í auglýsingunum

Vilborg Valgarðsdóttir, 10.5.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

kjósum rúmensku harmonikuleikarana á laugardag - og við fáum fullt hús stiga í næstu júróvisjón! Svo einfalt er nú það....

Viðar Eggertsson, 10.5.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband