Og hvað svo?

Þá er maður rétt svona að jafna sig á úrslitum kosninganna og pirringi yfir framkomu Framsóknar eftir kosningar. Einhverjir hefðu nú haft vit á að snauta heim með skottið milli lappanna og láta ekki sjá sig alveg á næstunni. En Framsókn, nei ekki aldeilis! Skilur fólk þar á bæ ekki að flokkurinn er taparinn í þessum kosningum?

Mér hefði þótt eðlilegast að flokkurinn sem fékk flesta þingmenn og flokkurinn sem bætti mest við sig byrjuðu að ræða saman. Ef þetta fólk tekur loforð sín um vinnu fyrir þjóðina með þjóðarhag í huga alvarlega á annað borð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...og ég hélt að Framsóknarmenn vildi jafna sig og sleikja sárinn í stjórnarandstöðu og vera heima þar til allt er gróið...

Benedikt Halldórsson, 16.5.2007 kl. 13:13

2 identicon

Hehemm...já ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að mér fyndist rétt hjá Framsókn að fara ekki í stjórn þetta kjörtímabil. Ég átta mig ekki alveg á því sem er að gerast. Eru ekki aðstæður þannig að ef framsókn fer ekki í stjórn þá er nánast eini stjórnarmöguleikinn samfylking og sjálfstæðið? Annars finnst mér þú taka dáldið harkalega til orða Vilborg mín.

Þráinn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Elsku Þráinn minn, ekki var nú meiningin að móðga þig. Fyrirgefðu hvað ég var hvöss í þessum skrifum mínum. En Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru ekki síðri kostur en D og Samfylking myndi ég halda. Ef þetta fólk vill þjóna þjóðinni, ekki bara mylja undir rassinn á sjálfu sér. Úps, nú er ég aftur orðin leiðinleg ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.5.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband