Ég ætla að skipta um útsýni í svona eins og eina viku. Hér til hægri er núverandi útsýni, myndin er tekin út um eldhúsgluggann minn.
Ég ætla að skipta yfir í útsýni eins og sést hér að neðan og láta sólina verma mig um stund. Bestu kveðjur til ykkar allra á meðan 

Athugasemdir
Hvað ég skil þig vel. Geturðu ekki samið við hana Hönnu Birnu um að útsýnið verði heima hjá þér eins og það er á neðri myndinni, þegar þú kemur heim?
Annars, góða ferð og mundu að blogga frá nýja újtsýnisstaðnum, því okkur langar að heyra skemmtilegar fréttir af þér!
Viðar Eggertsson, 19.5.2007 kl. 16:02
Okkur lyst ekkert sma vel a tetta hja ter og vonum innilega ad tu skemmtir ter vel :)
Kristinn Þórisson og Kristrun Kristmundsdottir, 19.5.2007 kl. 17:54
Takk fyrir góðar óskir. Ég veit ekki hvað ég kemst mikið í tölvu á Lanzarote, kannski er heldur ekki holt að eyða sumarfríi fyrir framan tölvuskjá
Við sjáum til.
Viddi minn, það verður pottþétt ekki útsýni eins og á neðri myndinni, aldrei! En farðu inn á hofdatorg.is og skoðaðu kynningarmyndbandið, sjáðu hvað allir verða glaðir og sumarlegir í góða veðrinu að uppbyggingu lokinni
Vilborg Valgarðsdóttir, 19.5.2007 kl. 22:26
góða ferð í sumar og sól og njóttu hvers augnabliks
Pálmi Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 00:48
Bestu kveðjur út og hafðu þð sem allra allra best! Hér snjóar... *grenj*
Siggadís (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:39
Njóttu í botn Vibba mín - ég spranga á meðan með hana múttu mína í Londresborg - sjáumst í Dalnum - vonandi verður ekki mikið af snjó í fjöllunum í júní!
Kv. Ninna Gilitrutt
Gilitrutt (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:07
Hvílíkur munur á útsýni ... skemmtu þér vel.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 23:12
Hej Vilborg
Jeg kan godt forstå du har skiftet udsigten ud, den er da også noget bedre i ferieland. :-) Det er sgu' da helt fuldtstændigt urimeligt at de får lov til at grave og bygge på den måde.
Hilsen din svigersøn
Min elskede Jan, tak og tusind tak. Jeg trod de kan gore hvad de vil, hvornar de vil!
Vilborg Valgarðsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.