22.5.2007 | 09:03
Líflegt í eldhúskróknum
Ég er komin í góda vedrid á Lanzarote. Hér, eins og reyndar á ollum eyjunum sem tilheyra Kanaríeyjum, er stanslaus vindur. Sem er svo sem ágaett, madur kafnar ekki úr hita á medan.
Ég bý í ágaetis íbúd med útsýni yfir sjóinn og lifi eins og blóm í eggi. Tad er reyndar full líflegt í eldhúskróknum hjá mér fyrir minn smekk, en tar búa svona sirka milljón maurar sem finnst ég vera med átrodning tegar ég vil athafna mig eitthvad vid eldhúsbordid. Teir skrída ófeimnir upp handleggina á mér til ad láta í ljós óánaegju sína. Ég hef reynt ad tala tá til og bidja tá ad flytja út rétt á medan ég stoppa en tad er ekki um ad tala. Ég er hraedd um ad sú afstada teirra leidi til allsvakalegra fjoldamorda ...
Eins og tid sjáid tá er ekki íslenskt lyklabord á tolvunni hérna. Bestu kvedjur til allra sem líta vid.
Athugasemdir
Blessuð góða, við öfundum þig ekki neitt af veðrinu ... við þurftum ekki einu sinni að skafa bílana í morgun - amk ekki sumir... þ.e. þeir sem voru með bílana inni í bílskúr...
Siggadís (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:07
Iss. Segðu þeim að þeir verði kaffærðir með snjó ef þeir haga sér ekki almennilega. Skal senda þér smá með DHL!
Ástar og saknaðarkveðjur úr kuldanum frá okkur stelpunum.
Linda (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:55
Hér á klakanum er bara kúl ... eða kalt! Vona að þú eigir dásamlega daga þarna í útlandinu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:15
Svei mér þá, það á ekki af þér að ganga! Nú skríða þessar pöddur eins jarðýtur (svona margar saman hljóta að jafnast á við jarðýtu) á þér, en heima voru jarðýtur (alvöru) bókstaflega að grafa undan þér!
Hvar færðu höfði hallað, ég bara spyr, fyrir öllum þessum ofsóknum?
Að öllu gamni slepptu, njóttu þín sem best þarna í sólinni
Viðar Eggertsson, 22.5.2007 kl. 22:16
Vilborg mín... njóttu frísins. Það SNJÓAR sko hér hjá mér....
Maurar eru bara fínir. Þeir gefa til kynna að ekki sé búið að eitra í eldhúsinu... sem er jákvætt...og lífrænt!! hahahahaha
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.