Þrír og hálfur mánuður :-)

Ég hitti reyklausa hópinn minn úr Hveragerði í gærkvöldi. Það var alveg ótrúlega gefandi. Við erum víst bara 4 af 9 sem höfum verið reyklaus allan tímann, eða frá 25. febrúar. Ein er þó hætt aftur en komst ekki í hittinginn, það eru 3 vikur síðan hún ákvað að eyðileggja ekki allt sem búið var að ganga á með innritun á stofnun og alles.

Það kom mér á óvart að a.m.k. tveir úr hópnum hafa áður farið í áfengis- og/eða vímuefna meðferð/ir. Þau sögðu ekki frá þessu í Hveragerði. Ég veit ekki, kannski er ekki hamrað nóg á því þar að þú ert komin á botninn, þú hvorki getur eða mátt halda áfram að reykja, ef þú gerir það er voðinn vís. Sem hann er - trúið mér. Fólkið sem um ræðir er allt á miðjum aldri og eldra, frá 45 til 62.

Ég var að lesa grein í mbl í dag þar sem greint er frá rannsókn á lungnavirkni einstaklinga á Íslandinu góða. Þátttakendur í rannsókninni voru 40 ára og eldri. Þar kom berlega í ljós að íslenskar konur eru útsettari fyrir lungnaþembu en samlandar af karlkyni, ástæðan er talin vera sú að við konur þolum verr eituráhrif sígarettunnar en þeir. Veit ekki meir um það.

Ég er fór í hádeginu á veitingastað með vinkonu minni (hún er nýfarin að reykja aftur eftir a.m.k. 5 ára stopp), ég byrjaði á að spyrja hana hvort hún vildi sitja í reyk- eða reyklausu, mundi þá snarlega að hún átti ekkert val, nú var reyklaust alls staðar. Ég hefði sennilega orðið grautfúl fyrir ekki svo löngu síðan. Í dag var ég glöð Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka

Mig langar bara að segja þér að ég dáist að framtaki þínu og dugnaði við að hætta að reykja. Þú átt áreiðanlega eftir að njóta þess þegar fram í sækir. Skilaðu hamingjuóskum til hennar Dísu systur þinnar. Við erum svona konurnar í fjölskyldunni, ég varð stúdent 40 ára og leikskólakennari 52 ára.

Hrefna Hjálmarsdóttir

Hrefna Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Takk Hrefna mín. Já, við erum greinilega seigar stelpurnar og gerum það sem okkur dettur í hug. Ég skila kveðjunni til Dísu.

Vilborg Valgarðsdóttir, 6.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband