7.6.2007 | 23:16
Til lukku kæru vinir!
Ég var í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þar sýndi Leikfélag Fljótsdalshéraðs "Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins", Listina að lifa eftir vinkonu mína Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Ég er stolt eins og hani á haug enda hefur mér alltaf þótt ég eiga svolítið í stelpunni. Og ekki spillti það fyrir að leikararnir frá Egilsstöðum fóru á kostum og gerðu beinskeyttum textanum verðug skil. Leikstjórn Odds Bjarna var heldur ekki til að skemma fyrir Sviðslausnir voru margar hverjar glimrandi og gaman að sjá hve leikararnir virkuðu afslappaðir í sýningunni, þótt ég viti að álagið hefur verið ótrúlegt.
Til hamingju elsku Sigga Lára mín, Oddur Bjarni, Unnur, Þráinn, Oddný og Eygló. Og þið öll á bak við tjöldin sem ég veit ekki nöfnin á. Húrra fyrir ykkur!!!
Athugasemdir
Takktakk. Ég er hroðalega ánægð með sýninguna og viðtökurnar og alltsaman.
En nú er ég bara forvitin um seinni færsluna frá í gærkvöldi. ;-) Yfirheyri þig ef ég verð enn forvitin næst þegar ég sé þig.
Siggalára (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 14:41
Sigga mín, það þarf svo sem ekki að vera neitt leyndarmál en ég uppgötvaði í gær (sumir eru bara svona seinir að fatta) að ég hef ekki losnað við asmann (til 25 ára) við að hætta að reykja. Helvítis helvíti!
Og ekkert meira um það. Eigðu gott frí með litlu stelpunni þinni.
Vilborg Valgarðsdóttir, 9.6.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.