8.6.2007 | 23:46
Kötturinn og krakkinn
Þessi umræddi sonur minn, köllum hann Catman, hafði kötinn hjá sér á neðri hæðinni. Svo tókst honum, Catman sko, að ná sér í kærustu og flutti með henni í smápínulitla íbúð - og Köttsi flutti með.
En þegar þau, kærustuparið, hafa brugðið sér bæjarleið þá býr Köttsi hjá mér. Og núna eru þau á tveggja mánaða ferðalagi um Evrópu. Og Köttsi er búin að afplána helminginn að tímanum hjá mér og sonardóttur minni, henni Karitas Árnýju, sem er yfir sig hrifin af fyrirbærinu og reynir sem hún getur að halda á, toga í, tala við, æpa á, syngja fyrir og svo framvegis, til að tæla þetta mjúka og sakleysislega fyrirbæri upp í kjöltu sína. Hann hefur bara einu sinni glefsað í hana þegar honum ofbauð hvað hún var harðhent. Hún verður tveggja ára í september. Hún heilsar kettinum alltaf með kveðjunni Haaaaallllóóó..si! Sem þýðir Halló Kisi. Og heyrist örugglega upp í Breiðholt!
Börn og dýr passa svo yndislega vel saman. Og ömmur...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.