06.06.

Ég er svo aldeilis hissa á sjálfri mér að hafa ekki minnst á afmælisdaginn hans Bubba Mortens á síðunni minni á sunnudaginn var en þá varð hann 51 árs. Ég sá ekkert minnst á þetta í fjölmiðlum eða annars staðar. Hvað er nú að þjóðinni, það fór ekki framhjá neinum þegar hann átti afmæli fyrir ári síðan. Þá varð hann auðvitað fimmtugur og hélt tónleika í Laugardalshöll, en það hefði bara átt að stimpla daginn inn hjá okkur öllum.

Allavega, innilega til hamingju með afmælið Bubbi, og hafðu það ætíð sem allra best. 

Ég á afmæli þann 07.07.

Mér skilst að það verði brúðkaupsdagur ársins, en óteljandi pör hafa ákveðið að það verði lukkudagur lífsins og ætla að ganga í hjónaband þann dag. Vonandi reynist það virka vel fyrir sem flesta, nú ef ekki má alltaf gera fleiri atrennur á einhverjum öðrum dögum Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Til hamingju með afmælið 7. júlí nk. Vilborg mín!!

eins gott að haska því af, meðan ég man. Þökk sé þessum pistli þínum. ég er nefnilega voðalegur með að gleyma afmælisdögum. En nú hef ég tryggt mig í bak og fyrir - allavega varðandi þig!

Viðar Eggertsson, 11.6.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þá er best að ég óski þér hins sama þann 18. júní Viðar minn. Ekki að það sé hætta á að ég gleymi því þar sem þú og Valgeir sonur minn eigið sama afmælisdag en eins og þú segir - allur er varinn góður

Vilborg Valgarðsdóttir, 11.6.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband