Gleðilegt sumar!

Veðrið í kvöld er alveg dásamlegt. Það er logn og heiðskýrt og núna, klukkan að verða 12 á miðnætti, er 11 stiga hiti. Það liggur við að mann langi út að hjóla Joyful Fór áðan út á svalir til að fylgjast með köngulóarbúskapnum, mér þykja þær litlar í ár, en Linda, tengdadóttir mín, er þess fullviss að mjór sé mikils vísir og að þær eigi eftir að ná sömu stærðargráðu og í fyrra þegar líður á sumarið. Spennandi - því þá voru þær virkilega feitar og fallegar!

Í kvöld ætlaði ég að hitta reyklausa hópinn minn en frétti á síðustu stundu að enginn gæti mætt; einn var að vinna, annar var í Sviss og sá  þriðji og síðasti (auk mín) var í góðum málum, kominn í bjór og grill með fjölskyldunni í tilefni góða veðursins. Eins og ég skýrði frá síðasta mánudag þá erum við bara fjögur eftir með geislabauginn.

Í staðinn ákvað ég að skutlast til yngstu systur minnar og horfa með henni á lokaþáttinn á Grey´s Anatomy. Stutt frá sagt þá olli þátturinn okkur báðum miklum vonbrigðum. Ekkert af þessu fólki sem búið var að ströggla í 25 þáttum átti í raun góðan endi, allir í tómu tjóni. Maður skilur ekki alveg ... Shocking

 Annars hefur hugurinn verið hjá elskulegum mági mínum, ég hef til öryggis kveikt á kerti og mun gera það á hverju kvöldi þar til allt er í höfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum eftir að vera í köngulóarbaði í sumar sýnist mér. Það voru 2 vefir fyrir ofan útidyrahurðina mína í morgun, Karítas til mikillar gleði :)

Linda (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Já Linda, ég sé þær í anda leggjast yfir okkur eins og sturtubað á leið okkar frá húsinu. Ohhhhhhrrrrrrgggggg

En í alvöru, þá verðum við að virkja systurnar á köngulóarkústinn, Sumarrós var sérstaklega öflug síðasta sumar.  Kannski Karítas þori í sumar ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 12.6.2007 kl. 23:44

3 identicon

Hahaha, það væri auðvitað brilliant að sjá þær tvær hlaupandi hringinn í kringum húsið með köngulóarkústana að dusta á fullu :)

Linda (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta var skrýtinn lokaþáttur Gray´s Anatomy, hlýtur að verða framhald á. Vona að allt gangi vel hjá mági þínum. Kveðja af Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband