11.7.2007 | 13:50
Frí og ferðalög
Á morgun ætla ég að byrja í 10 daga sumarfríi. Verð bara heima hjá "holunni" minni og nýt lífsins í sól og sumaryl
Við systkinin ætlum að undirbúa áttræðisafmæli mömmu, við hyggjumst að halda uppá það með henni laugardaginn 21. júlí. Hún á í raun afmæli 27.07.07, sem er næstum því jafn flottur afmælisdagur og minn í ár.
Svo skellur á með ferðalögum yfir hálfan hnöttinn en þann 25. júlí legg ég af stað til Suður-Kóreu með viðkomu í Peking á heimleiðinni. Það er mjög spennandi og örugglega eitthvað sem ég á ekki eftir að gera aftur í þessu lífi. Vonandi lendi ég ekki á veitingahúsum þar sem kokkarnir djúpsteikja aftari hluta fiskanna lifandi og bera síðan greyin gapandi á borð fyrir gestina, þakta í súrsætri sósu. Þetta sá ég í fréttum sjónvarpsins í gær og kúgaðist yfir. Það var reyndar kokkur frá Taílandi sem var svona ákafur í að sýna gestum sínum hvað maturinn hjá honum væri ferskur. Oj, bara og svei attan!
Hrefna og Valgeir, innilega takk fyrir komuna í gærkvöldi. Það var frábært að fá ykkur í heimsókn. Ég er reyndar svo mikill blábjáni að ég gleymdi að bjóða ykkur kökuna sem ég átti í ísskápnum en það hafði ég svo sannarlega hugsað mér að gera. Ég kann ekki greinilega ekki lengur að taka á móti gestum, fuss og svei! Hvernig verð ég sjötug?
Ég hugsa að það verði frekar mikil ró yfir blogginu mínu næstu daga, en ég sé mig bara í anda sitja úti á svölum í sólinni með kalt hvítvín í glasi, gluggandi í bók
Njótið lífsins í góða veðrinu
Athugasemdir
Pssst, það eru tvær hvítvínsflöskur á neðri hæðinni ef þú klárar þitt ;)
Linda (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 20:53
Takk Linda mín, gott að vita af því
Vilborg Valgarðsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:30
Ohhh... rosalega verður gaman að ferðast með þér yfir hálfan hnöttin - ekkert nema tilhlökkun
Siggadís (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:17
Vona að fríið verði notalegt og sólarmikið, passaðu samt að drekka ekki of mikið hvítvín,- það er svo djö..dýrt;-)
Úr því að ég kemst ekki með þér í stóru reisuna, verð ég bara að fá ferðasögu þegar þú kemur heim og segja þér mína! Knús ljúfan mín
Halla (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:21
Haltu þig við holuna Vilborg og sjáðu hvort hún verði ekki ægifögur á fimmta hvítvínsglasi:
Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 09:56
Vilborg, til hamingju með fríið!
Það er frábært að gera "ekkert" í fríinu, ég hef notið þess í botn!
Viðar Eggertsson, 13.7.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.