Léttfætti kostgangarinn tékkaði út í dag

Hann var búinn að vera hjá mér í fæði og húsnæði í rúma tvo mánuði. Hann kom og fór að vild, aldeilis sama hvort var að nóttu eða degi. Hann fékk reyndar aldrei húslykil og borgaði engan reikning í dvalarlok. Hann tók sér það bessaleyfi að skríða uppí til mín á nóttunni ef honum sýndist svo, hann þvældist fyrir löppunum á mér ef hann langaði í eitthvað að borða og hann stökk uppá eldhúsborð í tíma og ótíma ef hann grunaði að eitthvað matarkyns myndi rata til hans ef hann væri nógu ýtinn og leiðinlegur. Svo skildi hann eftir sig hár út um allt.

Ég er auðvitað að tala um köttinn hans Kidda, hann Kristófer Kólumbus, kallaðan Köttsa.

Kiddi og kærastan, hún Kristrún, eru sem sagt loksins kominn heim úr interrail-ferðinni, heil á húfi og reynslunni ríkari. Guði sé lof! Þau enduðu annars góða ferð á Hróaskelduhátíðinni áður en þau komu heim eftir að hafa týnt þar ýmsu (s.s. sitt hvoru skóparinu, hníf o.fl.) í leðjuna. En allt sem máli skipti skilaði sér heim. 

Ég reikna með að Karítas Árný verði smá stund að venjast því að það býr ekki lengur nein kisa hjá ömmu. Hún var farin að tala svo skemmtilega við köttinn uppá það síðasta. Í fyrradag bjuggum við t.d. til sögu um köttinn þar sem hann fór og kannaði ókunn lönd en skilaði sér svo heim til ömmu í lokin. Þá sagði sú stutta: Jæja kisa mín, nú skaltu loka augunum þínum og fara að sofa. Þetta var reyndar ekki alveg svona skýrt hjá henni í framburðinum, en hún verður heldur ekki tveggja ára fyrr en um miðjan september. En það er nýtt hjá henni að tala í löngum setningum.

Hún er náttúrlega bráðgáfuð og fljót til eins og öll hennar ætt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kettir eru þægilegir og lítið fyrir þeim haft - ég á tvo og einn kettling sem vantar heimili- er samt ekkert að auglýsa - bara ef söknuðurinn yfirtekur þig svo um munar - þá er einn hér - segi svona

Ninna (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband