Dásamlegir dagar

Ég er búin að hafa það svooooo gott það sem af er fríinu. Fyrstu tveir dagarnir fóru reyndar í að snúast í hringi í kring um sjálfa mig eins og venjulega þegar ég byrja í fríi, ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga svo ég bara snýst og snýst ...

En svo naut ég helgarinnar með fjölskyldunni, borðaði með þeim af afkomendunum sem eru á landinu og við Karítas Árný áttum góðar stundir saman, labbitúra og lúll, sögur og söngva. Hún er einstaklega skapgott og glaðvært barn og okkur kemur ákaflega vel saman.

Ég ákvað að nenna ekki lengur að vera í fýlu út af framkvæmdunum hinu megin við götuna en reyna þess í stað að njóta þess sem þessi frábæri staður hefur upp á að bjóða. Í gær og í dag hreinsaði ég svo lóðina í kring um húsið, setti upp borð og stóla í garðinum, keypti sumarblóm á svalirnar, þvoði gluggana og reyndi að skola köngulærnar í burtu í leiðinni (án árangurs Angry ), fór með flöskur og dósir í endurvinnsluna, hreinsaði upp megnið af sígarettustubbunum í innkeyrslunni og þvoði meir að segja útidyrahurðina. Hinir elskulegu starfsmenn Eyktar komu svo eftir hádegi í dag og fjarlægðu allan garðaúrganginn, en eins og þið flest vitið þá erum við hér í húsinu ekki í vegasambandi við umheiminn þessa mánuðina. 

Það er búið að vera svo dásamlega rólegt yfir "holunni" frá því á föstudaginn. Ég er farin að hafa það fyrir reglu að horfa ekki í þá áttina, þá get ég látið eins og allt sé "eins og það á að vera". Ég get sofið til hádegis ef ég vil og horft yfir mitt nánasta umhverfi svo snyrtilegt að ég bara dæsi af vellíðan.

Svo er veðrið náttúrlega búið að vera "bara geggjað" W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Mín bara í dugnaðarkasti í fríinu.

Njóttu lífsins áfram

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:33

2 identicon

Hvaða hvaða, þú ert alltof dugleg,- slakaðu nú á og safnaðu kröftum fyrir Kóreu;-) Knús ljúfan mín

Halla (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

hva?? Bara verið að gera vorverkin. Og ágúst ekki einu sinni genginn í garð???

;o)

Duuuugleg!

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.7.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ylfa mín, vorið kemur á misjöfnum tíma til okkar mannanna. Mitt vor kom bara ekki fyrr þetta árið - af ýmsum ástæðum

Vilborg Valgarðsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband