20.7.2007 | 23:54
Undirbúningur hafinn
Ég hef fylgst vandlega með kranamanninum í dag og hef komist að ýmsu. Hann er um fertugt, rakaður skalli og ekkert yfirskegg = ekki Pólverji, sennilega bara Íslendingur.
Ég sá hann fara niður þessa 100 metra eða hvað það nú er úr krananum og niður á fast land og það virtist létt verk og löðurmannlegt. Hann skokkaði svo upp brekkuna (upp úr holunni) eins og unglamb, en það eru svona 50 metrar upp á við. Hann er greinilega vel á sig kominn.
Á morgun ætla ég að sýna ykkur mynd af vinnustaðnum hans. Séð útum baðherbergisgluggann minn.
Þarf að fá mér góðan kíki ...
Er annars upptekin við fegrunaraðgerðir sem virka úr fjarskanum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.