24.7.2007 | 13:19
Hamingjuóskir til mömmu
Hún móðir mín, Anna Árnadóttir á Blönduósi, verður áttræð þann 27.07.07. Við tókum forskot á sæluna á laugardaginn var og drukkum saman kaffi, hún og næstum allir hennar afkomendur, alls um 40 manns.
Ég sendi þér innilegar hamingjuóskir mamma mín og þakka þér fyrir allt.
Og þar með er ég farin til Kóreu og veit ekkert hvort nokkuð verður bloggað hér fyrr en ca. 8. ágúst. Ég vona að veðrið haldi áfram að leika við ykkur, landar mínir og óska ykkur alls hins besta.
Yfir og út.
Athugasemdir
Kær kveðja og hamingjuóskir til mömmu þinnar. Man hvað hún var alltaf góð við mig þegar ég var að ferðast ein með rútunni í gamla daga og stoppaði í olís sjoppunni á Blönduósi. Hún þekkti mig alltaf og ég fékk nammið frítt
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:32
Kóreu????
Hvað gerir maður í kóreu?
Hey, ég er líka hætt að reykja ;)
Til hammó með ammóið hennar mömmu þinnar!
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 13:43
Hún Anna afmælisbarn er ein elskulegasta kona sem ég hef kynnst. Og svo er hún alltaf svo falleg. Það var mér góður og hollur skóli að eiga hana sem húsmóður tvö sumar á mínum ungu árum.
Hrefna Hjálmarsdóttirt (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.