30.8.2007 | 19:00
Kaffiprofid
Eg er Latte samkvæmt profi sem eg fann a sidunni hans Vidda. Eg hef greinilega ekki nog ad gera tvi eg sa ekkert tvi til fyrirstødu ad athuga hvers konar kaffi eg væri - ef eg væri kaffi!
Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Takid profid her: http://www.froskur.net/annad/kaffi/
Athugasemdir
Ég er líka latte. Og varð mjög fúl yfir að vera ekki kolbikasvart expresso. Setti niðurstöðuna þess vegna ekki á bloggið mitt. Ætli það sé ekki fjölskyldulífið sem mjólkurblandar mann svona. ;-)
Siggalára (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 19:22
Hæ Vibba,
Líklega ertu komin heim núna svo ég fer að koma og sjá þig:-)
Ég tók kaffiprófið og fannst niðurstaðan svo fyndin að ég varð að senda þér hana. Samkvæmt kaffiprófinu er ég Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.
Aldrei hefði mér sjálfri dottið í hug þessi persónulýsing á varkáru Dísu...HAHAHA Gaman að þessu...
kveðja Dísa
Dísa (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 09:55
Gvuði sé lof að þú ert ekki kaffi!
Þessi lýsing passar enganveginn við þá vilborgu sem ég þekki, hún er sko miklu miklu meira og skemmtilegra og frumlegra og og og... bara sko manneskja!
Habbðu það gott í drottningarríkinu
Viðar Eggertsson, 2.9.2007 kl. 14:25
Man ekki lengur hvað ég var...ábyggilega bara TE!
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.