13.9.2007 | 12:37
Erðanú amma!
Yngsta barnabarnið, hún Karítas Árný, verður tveggja ára á morgun og hvað haldið þið að þessi ljóta amma hennar ætli að gera þann sama dag? Jú, fara úr landi, einn ganginn enn, og mæta ekki í afmælisveisluna!
Fuss og svei!
Ég er reyndar búin að gefa henni afmælisgjöfina, það slær aðeins á samviskubitið. Annars verður örugglega svo mikið af skemmtilegu og góðu fólki í afmælinu að hún saknar mín ekkert. Eða þannig.
Þessi stóra stelpa byrjaði á leikskóla á mánudaginn og er bara hress og glöð með það. Hún er nú reyndar oftast hress og glöð með allt, skapgóð og ljúf sem hún er.
Til hamingju með daginn elsku ömmustelpan mín
Athugasemdir
Ég er alveg handviss um það að hún eigi nú eftir að sakna þín, eins og alltaf þegar þú ferð af landi brott. Við komum nú og knúsum þig bless í kvöld áður en þú ferð :)
Linda (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 12:48
Bíddu bíddu... hvert ertu NÚ að fara???
Svei mér þá ef þú ert ekki með njálg, kona!
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 17:03
Ég ætla að skreppa með vinkonum mínum og mönnunum þeirra í vikuferð til Tyrklands. Og fara í sólbað, takk fyrir takk. Rigning EKKI á dagskránni ...
Vilborg Valgarðsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:59
Til lukku með prinsessuna og góða ferð
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 14.9.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.