Jólin

BorninÞetta er sérkennilegur árstími. Flestir stefna að sama marki, þ.e. að hafa það sem allra huggulegast yfir jólahátíðarnar - með öllum ráðum. Mér finnst mikilvægast að hitta fólkið mitt og þá allra helst börnin mín og barnabörnin. Það tekst alls ekki alltaf hin seinni ár þar sem dóttir mín hefur verið búsett í Danmörku sl. 12 ár og heldur þar oftast jól með sinni fjölskyldu. Hún var þó hér um helgina í stuttri heimsókn og þá notaði ég tækifærið og fékk öll systkynin ásamt sambýlingum í sannkallaðan jólamat á mánudagskvöldið. Reyndar voru bara 2 af barnabörnunum á landinu og þar af var annað lasið svo yngsti sonur dóttur minnar var eini skemmtikrafturinn í veislunni. Hann sinnti þó skyldum sínum af stakri natni, það verður að segjast.

Meðfylgjandi mynd er af öllum börnunum mínum, talið frá vinstri í aldursröð; Hrönn, Valgeir, Sturla og Kristinn. Takk fyrir yndislegt kvöld elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta fallegur hópur;-) Hrönn er að verða alveg eins og þú,- hélt fyrst að þetta væri þú en fannst hárið of sítt...svo las ég;-) Sjáumst um helgina ljúfan mín, knús á meðan

Halla (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Hafðu það gott yfir hátíðarnar Vilborg mín

Þráinn Sigvaldason, 28.12.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband