25.2.2008 | 20:48
Og aftur afmæli
Ekki stórafmæli eins og í síðustu færslu heldur stór MERKILEGT afmæli - og ég á það sjálf
Í dag er nefnilega rétt ár síðan ég hætti að reykja. Hafði þá reykt sígarettur í 39 ár og var búin að eyða í það dágóðum slatta af peningum. Hér er hluti úr bloggfærslu frá 23. febrúar 2007 en þá var ég að gíra mig upp í að hætta:
Ég gerði áðan svolítið sem ég hef aldrei gert áður. Ég reiknaði út hvað ég er búin að eyða miklum peningum í sígarettur á þessum 39 árum sem ég hef reykt. Ég gef mér að pakkinn hafi alltaf kostað það sem hann kostar í dag, því verðið hefur trúlega verið svipað hlutfall af launum allan tímann. Ég gef mér líka að ég hafi reykt einn pakka á dag fyrstu 20 árin og tvo pakka í seinni hálfleik eða 19 ár.
Og hvað haldið þið? Útkoman er 12,7 milljónir, hvorki meira né minna!!!
Ég er ekki að grínast.
365x600x20=4.380.000
365x1.200x19=8.322.000
Samtals 12.702.000
Þetta eru núna um 430 þúsund á ári, það er hægt að gera ýmislegt fyrir þann pening fyrir nú utan hvað líkurnar á því að verða hressilega gömul - eða gömul og hress - aukast með hverjum deginum.
Það er nú samt ekkert voðalega langt síðan mig langaði síðast í sígarettu!
Athugasemdir
Ég óska þér til hamingju með þennan árangur í reykleysi. Stattu þig,ekki taka einn smók því þá er hættan sú að þú fallir. Ég var búin að vera reyklaus í 1 og 1/2 ár, en ég féll síðastliðið sumar. Ég hugsa um það upp á hvern dag að hætta aftur,ég hef mig ekki enn í það því ég er svo hrædd við að falla aftur.Þetta er hreint hell, engu líkara að maður þurfi að hafa sálufélaga ( ráðgjafa ) til að tala við þegar maður er hættir til að komast yfir þetta ógeð sem reykingar eru. Gangi þér vel.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:00
Hæ
Ég óska þér til lukku.
Ég er að skríða í 5 mánuðin
Ég hef aldrei reyknað þetta en ætli þetta sé ekki svipað hjá
okkur vá ég legg fyrir einn pakka á dag og hef ekki reyknað hvað er komið í baukin.
Gangi þér vel.
Vallý (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 21:32
Til hamingju vonandi notar þú peningana sem þú græðir á þessu þér til uppbyggingar og skemmtunar.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:19
Sæl og ógesslega til hamingju með afmælið. Minnir mig á þegar ég var í sífellu á ferð um Hafnarhúsið með tösku á bakinu og í henni var ekkert annað en sígarettupakki. Man að þér fannst það athyglisvert að vera með svona stóra tösku fyrirr einn lítinn pakka en ég vissi bara aldrei hvar ég átti að geyma hann svo vel færi.
Nú eru 10 ár síðan ég hætti að reykja og ég hef ekki tekið einn einasta smók allan þann tíma og er lööööööngu hætt að langa. Hélt raunar að með því að hætta að reykja myndi þörfin fyrir töskuna minnka en viti menn - enn er ég með tösku og hún er full af allllllllllskonar dótaríi.
Þúsund kveðjur og knús....
Hrafnhildur-Habbý (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.