Ég kem sjálfri mér á óvart!

Ég er búin að fastsetja ferð á Detox-heilsuhæli í Póllandi, fer þann 10. maí og verð í tvær vikur.  Ég er búin að hugsa mikið um að það sem ég borða gerir mig að því sem ég er. Ég hef mjög góða reynslu af því að láta loka mig inni á einhverjum stað á meðan ég skipti um lífsstíl á einhvern máta og ætla að nota það aftur hér. Ég þarf að losa mig við eitthvað af þeim kílóum sem hlóðust á mig eftir að ég hætti að reykja, henda nokkrum kílóum af þunglyndi og tengdu veseni um öxl og byrja uppá nýtt á flestum sviðum. Mikið er ég fegin að reykingar eru ekki á listanum ;-) Svo er ég viss um að fræðsla um mataræði verður mér til góðs.

Ég fór á fyrirlestur dr. Lemanczyk í Háskólabíói í gær og hún var mjög sannfærandi. 

Ég vitna um árangur þegar þar að kemur, kannski skrifa ég dagbók - við sjáum til.

Ég er ekki alveg farin ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég skil mjög vel að þú komir sjálfri þér á óvart .... ég geri það líka "all the time"  ....  og núna síðast með því að kaupa hús á Spáni - án þess að hafa planað það ... En ég held samt að þetta sé góð ákvörðun    xx E.

Edda (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 02:27

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hmmm..... Eg vil bara vita hvort þú ætlar í stólpípu....

Múhahahahah

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 15:36

3 identicon

Er nýkomin frá Póllandi og gæti vel hugsað mér eins og tveggja vikna dvöl á heilsuhæli þar. Mun fylgjast spennt með skrifunum. Ekki missa af skoðunarferð til Kraká ef þér gefst færi. Stórmerkileg borg. Líka Wroclaw. En kannski verður þú eingöngu upp til fjalla. Þau eru líka flott. Gott land Pólland!

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:08

4 identicon

Já, örugglega um að gera að fara til Póllands. Er ekki pólska mafían einmitt flutt hingað? Hlýtur að vera mjög rólegt í Póllandi, þá.

Og ef þú ert með fleiri kíló af þunglyndi þarftu nú aldeilis stólpípu. Ég held að svoleiðis taki sér einmitt gjarnan bólfestu í félagsheimilinu...

Sigga Lára (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sigga Lára, ég er búin að hlægja í hálftíma að félagsheimilisbrandaranum ... Ég ákvað einmitt að grípa gæsina í Póllandi þegar steggirnir eru að glæponast uppi á Íslandi (hvernig sem má nú skilja þetta).

Ylfa, stólpípa skal það verða og ekkert kjaftæði!

Edda og Hulda, takk fyrir hvatninguna. Ekki veitir af því ég var varla búin að borga allt í topp þegar ég fór að sjá eftir öllu saman ... verkkvíði líklega - eða bara kjarkleysi. En maður setur trúlega í töffaragírinn og lætur sig hafa það þegar þar að kemur. Eins gott að fyrirvarinn er ekki lengri.

Vilborg Valgarðsdóttir, 28.4.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá prik dagsins.
Nánar hér.
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 09:57

7 identicon

Vilborg þú færð prik frá mér, Gangi þér vel og njóttu ferðarinnar.

Gummi Lú (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:52

8 identicon

Flott hjá þér, góð hugmynd að fara til Póllands og skila af sér þunglyndi og öðru rusli...

Þú færð alltaf prik frá mér, enda ertu yndisleg!

Halla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband