Samúðarkveðjur austur fyrir fjall

Skelfilegt var að sjá eyðilegginguna á Selfossi og í Hveragerði í fréttunum í gær. Bókstaflega allt á hvolfi og innbú fólks og híbýli meira og minna handónýt. En Guði sé lof þá urðu ekki alvarleg slys á fólki. Ég á mikið af góðum vinum og kunningjum á báðum stöðunum og hugur minn hefur verið hjá þeim síðan í gær. Ég veit að margir þeirra urðu ofsahræddir í stóra skjálftanum árið 2000 og hafa ekki náð sér síðan - og ekki bætir þetta úr skák. Skelfilega getur maður verið varnarlaus gagnvart náttúrunni þegar hún tekur sér til, þá fyrst finnur maður hversu örsmátt sandkorn manneskjan er í hinu stóra samhengi.

Og ef út í það er farið, hvað skiptir þá virkilega máli í þessu lífi sem tekið er frá mörgum í einu vettvangi og ekki spurt um aldur eða stöðu? Ég veit fyrir mig að ég ætla að safna ungunum mínum í kringum mig um helgina og gefa þeim gott að borða - og bara vera með þeim og láta mér þykja vænt um þá. Þeir eru það dýrmætasta sem ég á. Því miður eru þeir ekki allir á landinu en um næstu mánaðarmót eru góðar líkur á því að allir verði heima og þá skal sko blásið til veislu! Gott ef við höldum ekki uppá svo sem eins og 3-4 afmæli í leiðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Kvitt og kveðja.

Gunnar Gunnarsson, 5.6.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband