Ekki dáin, bara flutt

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur,

þið hafið vafalaust tekið eftir því að hér hefur ekki verið skrifaður stafkrókur síðan í maí. Ég held helst að bloggþörfinni hafi skolað á haf út í Póllandi - með meiru (ekki alveg eins geðslegu ;-).

Ég hef verið að leika mér á Facebook undanfarið. Þar er bara gaman að vera þótt ég skrifi svo sem ekki neinar gullaldarbókmenntir á þeim vettvangi, en þar eru bókstaflega "allir" og maður er ótrúlega fljótur að eignast þar "vini" og gaman er að fylgjast með fjölskyldu, vinum og kunningjum í dagsins önn. 

Það er ekki þar með sagt að ég sé alveg hætt hér, við sjáum bara til.

Bestu kveðjur til ykkar allra og ég vona að haustið og veturinn leggist vel í ykkur InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég datt líka í fésbókina! En nú er ég orðin leið á henni ;) gott að fá línu frá þér. Var að fara að henda þér út af bloggvinalistanum!!! (K)

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

þetta (K) átti að vera

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

I love Facebook

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 4.10.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband