Næturvaktin

NaeturvaktinÉg beið spennt eftir síðasta þættinum af Næturvaktinni í gærkvöldi og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík snilld! Lokaatriðið er eitt það fyndnasta sem ég hef séð síðan dvergurinn datt út um gluggann í Foul Play hér um árið, en þá hló ég í nokkra daga uppstyttulítið. Og ég er enn að hlæja að Georg Bjarnfreðarsyni og félögum í Svíþjóð. Ég vil ekki segja meira vegna þeirra sem ekki sáu þáttinn en mér til gleði sá ég auglýst að allir þættirnir yrðu endursýndir á Stöð 2 frá mánudegi til fimmtudags frá og með deginum í dag kl. 19.50. Ég sá ekki alla þættina í byrjun og hlakka til að fylla í eyðurnar. Sá t.d. ekki þáttinn með Ólafi Ragnari þegar hann ætlar að bóka Nasa fyrir Sólina; já fínt, já sæll, já fínt já sæll já fínt já sæll ... Dásamlegt atriði sem má sjá hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband