Aðeins 14% af heiminum

Ég fann kort á síðunni hennar Berglindar sem sýnir hversu stóran part af jarðkringlunni maður hefur heimsótt. Þegar búið er að haka við öll löndin sem maður hefur komið til verður til kort sem sýnir með rauðu hvert þú hefur farið. Mitt lítur svona út, 32 lönd heimsótt en það eru aðeins 14% af löndum jarðarinnar okkar.

Búðu til þitt eigið kort. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er mjög abbó!

Berglind Steinsdóttir, 10.12.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Mér finnst þú hafa staðið þig vel. Kveðja

Eyþór Árnason, 11.12.2007 kl. 00:26

3 identicon

Ja hérna hvað þú ert víðförul ljúfan mín, ég ákvað þegar ég sá þetta að skoða þetta hjá mér og láta það svo eftir mér þegar ungarnir eru skriðnir úr egginu að leggjast í heimshornaflakk...vonandi stundum með þér! Knús ljúfust.

Halla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:25

4 identicon


Jahérnahér... þú ert bara alger heimshornaflakkari m.v. heimasætuna mig... ég er bara búin með 5%... þú ert líka skemmtilegur ferðafélagi eins og ég fékk að kynnast bæði í Færeyjum og í Kóreu... :-) Snúss úr Árbænum með von um að jólastressið fari ekki með þig langt... :)

Siggadís (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:56

5 identicon

Svakalega ertu víðförul systir góð!

Ég þori nú ekki einu sinni að segja frá því hvert ég hef farið, það virkar svo ómerkilega lítið að sjá eftir kortið þitt...

Er óvíðförul andheiti við víðförul ?

Gaman að sjá ykkur mæðgur í dag, eins og alltaf :-)

kv. Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband