31.12.2008 | 14:06
Gleðilegt ár 2009!
Þó ekki hafi verið fjör á þessari bloggsíðu seinni hluta ársins vil ég sýna smá lit og óska öllum sem þetta sjá gleðilegs komandi árs og þakka samfylgdina á árinu 2008.
Þetta er búið að vera alveg stórfurðulegt ár. Ég vona að guð gefi að 2009 verði okkur íslendingum viðmótsþýðara.
Njótið áramótanna kæru bloggvinir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 21:44
Ekki dáin, bara flutt
Kæru bloggvinir og aðrir lesendur,
þið hafið vafalaust tekið eftir því að hér hefur ekki verið skrifaður stafkrókur síðan í maí. Ég held helst að bloggþörfinni hafi skolað á haf út í Póllandi - með meiru (ekki alveg eins geðslegu ;-).
Ég hef verið að leika mér á Facebook undanfarið. Þar er bara gaman að vera þótt ég skrifi svo sem ekki neinar gullaldarbókmenntir á þeim vettvangi, en þar eru bókstaflega "allir" og maður er ótrúlega fljótur að eignast þar "vini" og gaman er að fylgjast með fjölskyldu, vinum og kunningjum í dagsins önn.
Það er ekki þar með sagt að ég sé alveg hætt hér, við sjáum bara til.
Bestu kveðjur til ykkar allra og ég vona að haustið og veturinn leggist vel í ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 11:27
Samúðarkveðjur austur fyrir fjall
Skelfilegt var að sjá eyðilegginguna á Selfossi og í Hveragerði í fréttunum í gær. Bókstaflega allt á hvolfi og innbú fólks og híbýli meira og minna handónýt. En Guði sé lof þá urðu ekki alvarleg slys á fólki. Ég á mikið af góðum vinum og kunningjum á báðum stöðunum og hugur minn hefur verið hjá þeim síðan í gær. Ég veit að margir þeirra urðu ofsahræddir í stóra skjálftanum árið 2000 og hafa ekki náð sér síðan - og ekki bætir þetta úr skák. Skelfilega getur maður verið varnarlaus gagnvart náttúrunni þegar hún tekur sér til, þá fyrst finnur maður hversu örsmátt sandkorn manneskjan er í hinu stóra samhengi.
Og ef út í það er farið, hvað skiptir þá virkilega máli í þessu lífi sem tekið er frá mörgum í einu vettvangi og ekki spurt um aldur eða stöðu? Ég veit fyrir mig að ég ætla að safna ungunum mínum í kringum mig um helgina og gefa þeim gott að borða - og bara vera með þeim og láta mér þykja vænt um þá. Þeir eru það dýrmætasta sem ég á. Því miður eru þeir ekki allir á landinu en um næstu mánaðarmót eru góðar líkur á því að allir verði heima og þá skal sko blásið til veislu! Gott ef við höldum ekki uppá svo sem eins og 3-4 afmæli í leiðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 09:35
Kvedja fra Pollandi
Hallo allir!
Loksins gef eg mer tima til ad setjast nidur og blogga sma. Baedi er brjalad ad gera og eins er netsambandid svo leidinlegt herna ad tad tekur timann sinn.
En allt gengur ad oskum, allir lettast og lettast, enda varla annad haegt, madur faer svo sem ekkert ad borda. Eg er voda duglegad fara i gonduferdir og leikfimi, svo fer madur i nudd a hverjum degi. Þetta er náttúrlega þvílíkt dekur að það hálfa væri nóg.
OK, ég er að taka eftir því núna að íslenska lyklaborðið hangir inni, það er sko ekki alltaf.
Það eina neikvæða sem hefur hent mig síðan ég fór að heiman er að einhver óprúttinn aðili hefur afritað Visa-kortið mitt og tók út 140 þúsund, bara sísona. En Visa vaktar sína og lét mig vita, kortinu lokað og ég bara skrifa undir eitthvað þegar ég kem heim og þá þarf ég ekki að borga þetta. Sem er eins gott.
Jæja, þá dugar þetta ekki lengur, komin biðröð eftir einu tölvunni á svæðinu.
Bestu kveðjur til allra heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 20:35
Komið aðí
Ferðin hefst um miðja nótt en vélin til Póllands fer frá Keflavíkurflugvelli kl. 7.20. Reyndar með 4 klst. stoppi í Köben. Tilfinningar eru blendnar, líklega þori ég ekki að gera mér neinar grillur um betri heilsu og bætt útlit þegar dvölinni líkur, kannski klúðra ég öllu um leið og ég kem heim ..
Það var bölsýnispúkinn á öxlinni á mér sem náði að byrja færsluna.
Nú tekur hins vegar bjartsýnismanneskjan ég við:
Spennandi ferð að hefjast og stefnt er að heilsubót til frambúðar.
Og hananú!
Ps. Takk fyrir prikin Gummi minn og Halla mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 01:09
Ég kem sjálfri mér á óvart!
Ég er búin að fastsetja ferð á Detox-heilsuhæli í Póllandi, fer þann 10. maí og verð í tvær vikur. Ég er búin að hugsa mikið um að það sem ég borða gerir mig að því sem ég er. Ég hef mjög góða reynslu af því að láta loka mig inni á einhverjum stað á meðan ég skipti um lífsstíl á einhvern máta og ætla að nota það aftur hér. Ég þarf að losa mig við eitthvað af þeim kílóum sem hlóðust á mig eftir að ég hætti að reykja, henda nokkrum kílóum af þunglyndi og tengdu veseni um öxl og byrja uppá nýtt á flestum sviðum. Mikið er ég fegin að reykingar eru ekki á listanum ;-) Svo er ég viss um að fræðsla um mataræði verður mér til góðs.
Ég fór á fyrirlestur dr. Lemanczyk í Háskólabíói í gær og hún var mjög sannfærandi.
Ég vitna um árangur þegar þar að kemur, kannski skrifa ég dagbók - við sjáum til.
Ég er ekki alveg farin ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.4.2008 | 20:01
Á sumardaginn fyrsta
Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka samfylgdina í vetur.
Ég má til með að deila með ykkur uppskrift sem varð til í elshúsinu mínu áðan. Afskaplega vel heppnaður grænmetisréttur úr því hráefni sem leyndist í ískápnum.
1 laukur, gróft brytjaður
3 hvítlauksrif, smátt skorin
2-3 msk. ÍSÍO4 matarolía
1-2 cm. engifer, rifinn
1/2 sæt kartafla, skorin í teninga
1/4 haus blómkál, skorið í teninga eða tekið í litla vendi
2 stórir sveppir, skornir í frekar litla bita
2 vænar tsk. Chili-mauk frá Blue Dragon
1 væn tsk. kóriander-mauk frá Blue Dragon
1 peli rjómi (má örugglega nota kókosmjólk)
1 grænmetisteningur
2 msk. Agave síróp
Olían hituð á pönnu og grænmetið steikt, öllu hinu bætt á pönnuna og látið malla þar til sætu kartöflurnar eru meirar en samt ennþá stökkar undir tönn. Borðað með heitu nan-brauði. Einfaldara getur það varla verið og bara algjört nammi ...
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 14:04
Einn góður fyrir helgina
Önd kemur inn á bar og spyr barþjóninn: Áttu brauð?
Barþjónn: Nei.
Önd: Áttu brauð?
Barþjónn: Nei.
Önd: Áttu brauð?
Barþjónn: Nei við erum ekki með neitt brauð.
Önd: Áttu brauð?
Barþjónn: Nei, við erum ekki með neitt fjandans brauð hér!
Önd: Áttu brauð?
Barþjónn: NEI! Eru heyrnarlaus eða hvað!? Við erum ekki með neitt djö****** brauð hér!
Ef þú spyrð mig einu sinni enn þá negli ég helv*** gogginn á þér fastan við barborðið, óþolandi fáviti!!
Önd: Áttu nagla?
Barþjónn: Nei.
Önd: Áttu brauð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 15:39
The Sound of Music
Ég horfði á þessa dásamlegu söngvamynd um páskana og hef bara ekki verið söm síðan. Lögin úr myndinni eru svo kirfilega límd í heilann á mér að ég vakna með þeim/við þau á morgnanna og sofna raulandi á kvöldin. Svo kann ég auðvitað ekki alla textana og það fer ósegjanlega í taugarnar á mér þegar mig vantar setningu hér og aðra þar. Eins og t.d. hér:
Here you are, standing there, loving me
tra tra tra tra tra tra traaaaa
somewhere in my youth or childhood
I must have done something good
Það gerist ekki væmnara en samt fer í taugarnar á mér að muna ekki eina textalínuna. Svo vakna ég stundum upp við brúðuleikhúslagið um geiturnar, það er nú aldeilis stuð! Tra lalla la lalla lonely goatheard ...
Ég verð að finna eitthvað annað heilalím fljótlega, annars ... !
Bloggar | Breytt 2.4.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)