Íslensku tónlistarverðlaunin

Íslenskir tónlistarmenn eru fyndnari í kvöld en oft áður. Páll Óskar fór á kostum þegar hann sagðist hafa orðið 38 ára á sunnudaginn en vera samt ennþá focking drop dead gorgious!

Eiríkur Fjalar sagði að letrið á umslögunum sem hann þurfti að lesa af væri svo smátt að það þyrfti dverg til að lesa það. Hann var áfram fyndinn en þótt það séu bara 6 mín. síðan hann var á skjánum er ég búin að gleyma hvað hann sagði meira fyndið :-)

Felix er líka góður, sérstaklega í upptalningunni á kostum Rúnars Júl. sem hlýtur heiðursverðlaunin í ár. Og af því að ég er að spila Bubbles í tölvunni á meðan ég hlusta á útsendinguna þá varð ég dálítið hissa og svo meira hissa á röddinni í Rúnari, en það voru spiluð svona tóndæmi úr hans bestu/helstu lögum, sem eru ótal mörg, það var ekki fyrr en ég leit á skjáinn og sá að það er eitthvað ókunnugt fólk að spila og syngja að ég skildi ... En sem betur fer kom snillingurinn sjálfur og söng um betri konur og stærri bíla (nema ég sé að snúa þessu við) og þá var mér aftur rótt. Rúnar Júl er bara heiðurstöffari Íslands, það stenst honum enginn snúning, með glænýjar hjartalokur og allt ... Svo toppar hann ræðuna sína með því að gleyma því sem hann ætlar að segja en láta það ekki á sig fá, hann bíður bara þar til minnið kemur aftur - og fer á kostum. Flott hjá Rúnari Júl! 

Ég skil reyndar ekki af hverju útgáfur Bedroom Community fá ekki tilnefningu til neinna verðlauna, allar þeirra plötur/diskar fengu 4 og 5 stjörnur gagnrýnenda árið 2007. Geri bara aðrir betur!

En Páll Óskar var maður kvöldsins og var vel að því kominn. Til hamingju Páll Óskar, Mr. Rich Bitch!


Ákveðnar hjúkkur

Rúmlega þrítugur karlmaður kom á heilsugæslustöð og bar sig illa út af inngróinni nögl á hægri stórutá. Hann var ekki fyrr kominn inn þegar stór og stæðileg hjúkka skipaði honum valdmannsleg á svip að fara inn í skoðunarherbergi og klæða sig úr fötunum.
“En mér er bara illt í tánni,” sagði maðurinn.
“Svona gerðu eins og ég segi,” sagði hjúkkan ákveðin og maðurinn þorði ekki annað en gegna. Í skoðunarherberginu sat annar karlmaður hálfnakinn.
“Þetta er alveg fáránlegt,” sagði maðurinn með tána. “Ég kem hingað með inngróna nögl á tá og er látinn hátta mig.”
“Ég skil nú ekki hvað þú ert að fárast yfir því,” sagði hinn maðurinn. “Ég kom hingað til að gera við símann.”

Þessi er líka ættaður frá Gylfa LoL


Stelpur, varið ykkur á sterunum!

Kona ofarlega á miðjum aldri kom á stofu til Lúlla læknis, sem hafði skrifað upp á stera handa henni.
“Ég hef nokkrar áhyggjur af þessu lyfi, sem þú ert að láta mig taka, Lúlli.”
“Af hverju hefur þú áhyggjur af því? “
“Ég er komin með hár á bringuna,” sagði konan og hneppti frá tveimur efstu tölunum á blússunni. Við lækninum blasti hármotta milli brjósta konunnar.
“Guð minn góður!” hrópaði læknirinn upp yfir sig. “Hversu langt niður nær hárvöxturinn?”
“Það er reyndar hitt málið, sem ég ætlaði að ræða við þig. Hann nær alveg niður að eistum.”

Þessi var í boði Gylfa Endilega kíkið á síðuna hans en þar má sjá nýja brandara á hverjum degi.


Hvernig er áran þín á litinn?

Og annað hávísindalegt próf:

Picture 1

Hafi útkoman úr fyrra prófinu verið skritin er þessi enn skrítnari! Gúrú, ekki nema það þó! 

Endilega prófaðu þetta líka:  What Color Is Your Aura?


Hvaða dýr varstu í fyrra lífi?

Mátti til með að herma eftir Siggudís og taka svona grafalvarlegt próf:

Picture 1

Veit samt ekki alveg hvað mér á að finnast um niðurstöðuna ...

Prufið sjálf: What Animal Were You In a Past Life?


Og aftur afmæli

Ekki stórafmæli eins og í síðustu færslu heldur stór MERKILEGT afmæli - og ég á það sjálf Wizard

Í dag er nefnilega rétt ár síðan ég hætti að reykja. Hafði þá reykt sígarettur í 39 ár og var búin að eyða í það dágóðum slatta af peningum. Hér er hluti úr bloggfærslu frá 23. febrúar 2007 en þá var ég að gíra mig upp í að hætta: 

Ég gerði áðan svolítið sem ég hef aldrei gert áður. Ég reiknaði út hvað ég er búin að eyða miklum peningum í sígarettur á þessum 39 árum sem ég hef reykt. Ég gef mér að pakkinn hafi alltaf kostað það sem hann kostar í dag, því verðið hefur trúlega verið svipað hlutfall af launum allan tímann. Ég gef mér líka að ég hafi reykt einn pakka á dag fyrstu 20 árin og tvo pakka í seinni hálfleik eða 19 ár.

Og hvað haldið þið? Útkoman er 12,7 milljónir, hvorki meira né minna!!!

Ég er ekki að grínast.

365x600x20=4.380.000
365x1.200x19=8.322.000
Samtals 12.702.000

Þetta eru núna um 430 þúsund á ári, það er hægt að gera ýmislegt fyrir þann pening fyrir nú utan hvað líkurnar á því að verða hressilega gömul - eða gömul og hress - aukast með hverjum deginum.

Það er nú samt ekkert voðalega langt síðan mig langaði síðast í sígarettu!


Afmæli og spakmæli

Í tilefni stórafmæla tveggja vinkvenna minna birti ég eftirfarandi spakmæli:

Leyndardómurinn að eilífri æsku er að lifa heiðarlega, borða hægt og ljúga til um aldur.

Að verða gamall er slæmur ávani sem upptekinn maður hefur engann tíma til að koma sér upp.  

Of mikið af húsverkum geta valdið heilaskaða.

Betri er maður í rúmi en köttur úti á túni. 

Og hananú!

Innilegar hamingjuóskir til Höllu sem átti afmæli í fyrradag og Sigrúnar sem á afmæli í dag, þær lengi lifi, húrra, húrra, HÚRRA! Wizard


Brandari dagsins

SÍMTALIÐ

"Halló?"

"Hæ elskan. Þetta er pabbi. Er mamma einhvers staðar nálæg?"

"Hæ pabbi. Nei, hún er uppi í svefnherbergi með Palla frænda."

Eftir smáþögn segir pabbi: "En vinan, við eigum ekki frænda sem heitir Palli."

"Jú víst, og hann er uppi með mömmu nákvæmlega núna."

Stutt þögn.

"Ok, ég þarf að biðja þig að gera svolítið fyrir mig.
Leggðu símann á borðið og hlauptu upp og bankaðu á svefnherbergisdyrnar og hrópaðu til mömmu að pabbabíll sé að keyra inn í innkeyrsluna."

"Allt í lagi, bíddu aðeins."

Stuttu seinna kemur sú litla aftur í símann.

"Búin pabbi."

"Og hvað gerðist elskan?" spurði pabbi.

"Sko, mamma varð skíthrædd og hoppaði alsber uppúr rúminu og hljóp æpandi út um allt þangað til hún rak tánna í mottuna og datt á hausinn á kommóðuna og nú liggur hún bara grafkjurr!"

"Ó almáttugur!!! En hvað með Palla frænda?"

"Hann hoppaði líka skíthræddur og allsber uppúr rúminu og útum gluggann og oní sundlaugina. En hann gat auðvitað ekki vitað að þú tókst allt vatnið úr henni um daginn. Hann liggur alla vega grafkjurr á botninum og ég held að hann sé dauður."

***Löng þögn***


***Lengri þögn***


***Ennþá lengri þögn***


Að endingu segir pabbi, "Sundlaug? Er þetta ekki 557-7537?"

Sígildir gullmolar

Einhver hefur lagt sig eftir því að safna þessu saman, ég hló mig máttlausa einu sinni enn:

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.
- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.
- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...
- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...
- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.
- Húðin var rök og þurr.
- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring...
- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf...
- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...
- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur...
- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.
- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...
- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...
- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur...
- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill...
- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...
- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...
- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...
- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....
- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...
- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.
- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.
- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...
- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.
- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu.
- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef...
- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár.
- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað - en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri...
- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...
- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki...
- Sjúklingur hefur formlegar hægðir...
- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala..
- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár...
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.
- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl.
- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli...
- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði.

Svo vona ég að þið eigið góðan dag LoL


Frábær Spaugstofa!

Oft hef ég skemmt mér vel yfir Spaugstofunni en sjaldan sem í kvöld. Það er ekki oft sem ég skelli uppúr aftur og aftur þegar ég sit alein yfir sjónvarpinu, en þátturinn í kvöld fannst mér alveg óborganlegur. Gestaleikararnir voru alveg frábærir og bættu vel við hjá þeim Pálma, Karli Ágústi og Erni Árna. Siggi Sigurjóns virðist hafa verið í fríi sem kom sér illa þar sem Ragnars Reykáss-heilkennið var töluvert til umræðu. En Spaugstofumenn komu í kvöld með þá einu skýringu á Kárahnúkavirkjun sem ég er tilbúin að samþykkja. Það bara hlaut að vera einhver húmanískur tilgangur með þessari virkjun. En ég þarf eiginlega að sjá þáttinn aftur - og aftur!

Það hefur verið lítið um að vera á þessu bloggi mínu undanfarið. Það hefur svo sem ýmislegt átt sér stað sem vert hefði verið um að skrifa en ég hef bara einhvern veginn ekki verið í stuði. Ég átti t.d. eins árs bloggafmæli á föstudaginn og hafði af því tilefni ætlað að skrifa langhund en lá þá í pest og gat varla lyft höfði frá kodda.  Er þó öll að skríða saman og hef á dagskránni að koma við hér aftur sem fyrst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband