23.5.2007 | 22:53
Nú er týra á tíkarskarinu!
Ég hef verid svo heppin ad kynnast yndislegu fólki hér á eyjunni, allt Íslendingum audvitad.
Ég var ad koma heim, annad kvoldid í rod, eftir ad hafa bordad úti med gódu fólki, dásamlegan mat, og eftir skemmtilegar umraedur var farid áleidis heim á leid, gangandi, med vidkomu á fjorugum pobbum. Tar var dansad og djammad og reykt, drottinn minn, hvad mig hefur langad ad reykja sidan ég kom hingad. Tad hefur EKKERT verid erfitt fyrr en núna. Ég gat ekki verid eins lengi og hinir, ég var farin ad halda í sjálfa mig, var ykkur ad segja alveg ad springa. En hingad er ég komin og haettan lidin hjá, alla vega í dag.
Gud gefi mér aedruleysi ... góda nótt og takk fyrir dásamlegu kommentin vid sídustu faerslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2007 | 09:03
Líflegt í eldhúskróknum
Ég er komin í góda vedrid á Lanzarote. Hér, eins og reyndar á ollum eyjunum sem tilheyra Kanaríeyjum, er stanslaus vindur. Sem er svo sem ágaett, madur kafnar ekki úr hita á medan.
Ég bý í ágaetis íbúd med útsýni yfir sjóinn og lifi eins og blóm í eggi. Tad er reyndar full líflegt í eldhúskróknum hjá mér fyrir minn smekk, en tar búa svona sirka milljón maurar sem finnst ég vera med átrodning tegar ég vil athafna mig eitthvad vid eldhúsbordid. Teir skrída ófeimnir upp handleggina á mér til ad láta í ljós óánaegju sína. Ég hef reynt ad tala tá til og bidja tá ad flytja út rétt á medan ég stoppa en tad er ekki um ad tala. Ég er hraedd um ad sú afstada teirra leidi til allsvakalegra fjoldamorda ...
Eins og tid sjáid tá er ekki íslenskt lyklabord á tolvunni hérna. Bestu kvedjur til allra sem líta vid.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2007 | 15:13
Skipt um útsýni
Ég ætla að skipta um útsýni í svona eins og eina viku. Hér til hægri er núverandi útsýni, myndin er tekin út um eldhúsgluggann minn.
Ég ætla að skipta yfir í útsýni eins og sést hér að neðan og láta sólina verma mig um stund. Bestu kveðjur til ykkar allra á meðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.5.2007 | 00:36
Mér finnst gaman að blogga!
Og hananú! Ég ákvað að prufa þetta um leið og ég ákvaða að hætta að reykja. Það eru núna þrír mánuðir síðan ég hætti (þá líklega um fjórir mánuðir síðan þetta bloggstúss byrjaði). Mér finnst þetta lúmskt gaman og mér er farið að þykja vænt um alla mína bloggvini. Ég heimsæki þá daglega og fylgist grannt með þeirra skrifum. Ég er ekkert endilega alltaf í stuði til að leggja sjálf eitthvað til málanna en skrif annarra gleðja mig. Takk, kæru bloggvinir, þið hafið auðgað líf mitt umtalsvert, fæst ykkar þekkti ég fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 01:38
Vorið er komið og grundirnar gróa ...
gilin og lækirnir fossa af brún ...
Já, það er örugglega komið vor og sumarið þá á næsta leiti.
Við Karitas Árný, sonardóttir mín sem er 20 mánaða gömul, löbbuðum Höfðatúnið fram og til baka í dag. Hún er mjög meðtekin af hljóðum í öllum þessum vinnuvélum sem vinna og vinna og eru alveg óþreytandi. Þegar klukkan var hálf sex í dag sagði þessi litla stúlka: Attbú óó! Það þýðir að nú verði kyrrt um hríð. (Held ég örugglega
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 12:23
Og hvað svo?
Þá er maður rétt svona að jafna sig á úrslitum kosninganna og pirringi yfir framkomu Framsóknar eftir kosningar. Einhverjir hefðu nú haft vit á að snauta heim með skottið milli lappanna og láta ekki sjá sig alveg á næstunni. En Framsókn, nei ekki aldeilis! Skilur fólk þar á bæ ekki að flokkurinn er taparinn í þessum kosningum?
Mér hefði þótt eðlilegast að flokkurinn sem fékk flesta þingmenn og flokkurinn sem bætti mest við sig byrjuðu að ræða saman. Ef þetta fólk tekur loforð sín um vinnu fyrir þjóðina með þjóðarhag í huga alvarlega á annað borð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2007 | 00:47
Hvernig er hægt að kjósa sjálfstæðisflokkinn?
Ég hef aldrei, einhvern veginn, haft löngun eða getu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara eitthvað innbyggt í systemið sem segir NEI þegar þann kost ber á góma. Þegar ég fékk kosningarétt, fyrir nokkrum áratugum síðan, lagði ég það á mig að lesa stefnuskrár allra flokka sem þá voru í framboði og velja síðan samkvæmt þeirri sannfæringu minni að allir sem voru að lofa einhverju myndu standa við loforðin sín flottu. Nú, 30 árum síðar, veit ég að ekkert er að marka þessi kosningaloforð, vænlegra er að horfa á árangur þeirra sem við stjórnvölinn hafa staðið þegar komið er að næstu kosningum. Hvað er svona frábært við þennan sérhagsmunaflokk?
Leiðsögn um lendur sjálfstæðismanna óskast!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2007 | 23:42
Útstrikanir, obbosí og trallalla!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 23:47
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir
Þessi hugrakka stúlka var tilnefnd maður ársins 2006 af tímaritinu Ísafold. Hún hefur bloggað um líf sitt sem krabbameinssjúklings í marga mánuði af mikilli hreinskilni. Það má vera hjarta úr steini sem viknar ekki við vangaveltur hennar um að mögulega deyi hún á undan börnunum sínum. Nú virðist sem það verði raunin. Skilaboðin frá bróður hennar, skrifuð þann 9. maí, eru erfið aflestrar, jafnvel fyrir fólk sem ekki þekkir Ástu Lovísu persónulega.
Kæri lesandi, skoðaðu síðuna hennar og sendu henni og fólkinu hennar góðar hugsanir og fyrirbænir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2007 | 21:46
Æi, en leiðinlegt!
Við verðum EKKI með í Evróvision á laugardaginn þrátt fyrir að margir, og þar á meðal ég, spáðu Eiríki góðu gengi í undanúrslitunum í kvöld. Hann stóð sig vel að mínu mati og okkar lag var mörgum sinnum betra en mörg af þessum lögum sem fara í úrslitakeppnina. Sum eru bara hreinlega hundleiðinleg og asnaleg
Já, ég er frekar fúl ... nú verður ekkert gaman á laugardagskvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)