23.3.2007 | 11:33
Skyldur hjónabandsins
Systir mín segir að þessi brandari sé í gangi í henni Ameríku þessa dagana:
Þrír nýgiftir menn sátu og ræddu hvernig konunum þeirra gengi að aðlagast skyldum sínum í hjónabandinu.
Sá fyrsti giftist konu frá Colorado. Hann sagði henni að hún ætti að sjá um uppþvottinn og þrifin á heimilinu. Það tók tvo daga að síast inn hjá nýju konunni en á þriðja degi kom maðurinn heim, og sjá: húsið var hreint og allt uppvaskað.
Annar maðurinn giftist konu frá Nebraska. Hann hafði skipað henni að þrífa húsið, vaska upp og elda matinn. Fyrsta daginn sá hann engann árangur en strax á öðrum degi sá hann að hún var að ná þessu. Og á þriðja degi sá hann að húsið var hreint, allt leirtau uppvaskað og girnilegur kvöldverður beið hans á eldhúsborðinu.
Sá þriðji giftist konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hún ætti að halda húsinu hreinu, vaska upp, slá blettinn, þvo þvottinn og bera fram heitan mat í hvert mál. Fyrsta daginn sá hann ekki neitt, annan daginnn sá hann ekki neitt en á þriðja degi fór bólgan aðeins að minnka svo rifaði í vinstra augað, nóg til þess að hann gat fengið sér lítilræði að borða og sett í uppþvottavélina
Góða helgi, þið sem lítið hér við!
Athugasemdir
góða helgi sömuleiðis - góður þessi!
Gilittrutt (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 12:51
HAHAHAHAHAHA! Þetta finnst mér fyndið. Híhí! Góða helgi sömuleiðis!
Gerður (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:20
Vægt sagt dásamlegur brandari og mjög svo líklegur til að passa;-) Knús og góða helgi ljúfan mín!
Halla (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 15:57
Oh my god. best að flýta sér heim að elda
Lárus Vilhjálmsson, 23.3.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.